is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10743

Titill: 
 • Afbrot og ofbeldi meðal íslenskra ungmenna á árunum 1997 og 2006
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Könnun var lögð fyrir ungmenni í 9. og 10 bekk árið 1997 þar sem svarhlutfallið var 91% og 2006 þar sem svarhlutfallið var 80,1%. Í þessari rannsókn verður unnið með gögn úr þessum tveimur könnunum og gerður samanburður á afbrotum og ofbeldi meðal ungmenna á milli þessara ára.
  Afbrot og ofbeldi meðal ungmenna hefur verið rannsakað í gegnum tíðina og þá oftar en ekki í ljósi kenningar Hirschi um félagslegt taumhald. Góð og jákvæð tengsl ungmenna við foreldra sína hafa lengi verið talin vera góð forvörn gegn því að þau leiðist út á braut afbrotanna. Það sama má segja með aðrar félagslegar stofnanir sem ungmenni eru í einna sterkustu tengslum við á þessum árum, t.d. skólann.
  Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða breytingar á félagslegu taumhaldi og frávikum á milli áranna 1997 og 2006. Athuga á hvort hægt sé að skýra breytingar á ofbeldi og afbrotum meðal ungmenna á milli þessara tveggja tímapunkta með breytingum á fjölskyldu- og skólatengslum.
  Niðurstöðurnar sýna að breytingar áttu sér stað á afbrotahegðun ungmenna á milli ára. Afbrotahegðun er marktækt minni árið 2006 en árið 1997 sem má skýra með því að jákvæð aukning er á tengslum ungmenna við fjölskylduna, auk þess sem líðan þeirra í skóla er betri og áhugi í námi hefur aukist. Ekki urðu marktækar breytingar á ofbeldi meðal ungmenna á milli þessara tímapunkta.

Samþykkt: 
 • 30.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Lilja_ritgerd.pdf669.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna