is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10745

Titill: 
 • Áhrif hreyfingar á einkenni og framgang vefjagigtar
 • Titill er á ensku The effectiveness of physical training on the symptoms and progression of fibromyalgia
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Áhrif hreyfingar á einkenni og framgang vefjagigtar
  Vefjagigt hrjáir um það bil 10% kvenna og heldur færri karla. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar sem gerir meðferð torvelda. Sjúkdómurinn hefur veruleg áhrif á lífsgæði þessa hóps og margir draga úr virkni í daglegu lífi.
  Tilgangur þessarar heimildaritgerðar er að kanna áhrif líkamsþjálfunar á einkenni vefjagigtar og hvaða tegund hreyfingar sé áhrifaríkust. Enn fremur að kanna á hvaða álagi og í hve miklu magni þjálfunin þurfi að vera til að árangur náist. Einnig eru skoðuð langtímaáhrif hreyfingar fyrir þessa einstaklinga og hvort þjálfun virki sem forvörn gegn versnun einkenna eða stignun sjúkdómsins. Fjallað er um þau mælitæki sem hægt er að nota til að meta árangur og áhrif þjálfunar á einkenni vefjagigtar.
  Niðurstöður rannsókna sýna fram á gagnsemi hreyfingar til að vinna á móti fjölda einkenna vefjagigtar og hefur hreyfing jákvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði einstaklinga með vefjagigt. Þolþjálfun, styrktarþjálfun og sambland þol-, styrktar og liðleikaþjálfunar eru þær tegundir þjálfunar sem hafa mest áhrif á einkenni vefjagigtar en rannsakendum ber saman um að þjálfunarálag þurfi að vera frá 55-90% af hámarkspúlsi. Reglubundin hreyfing virkar sem forvörn á versnun einkenna vefjagigtar. Það er mikilvægt fyrir fólk með vefjagigt að nota hreyfingu í daglegu lífi til að viðhalda hreysti og draga úr hamlandi áhrifum sjúkdómsins.

 • Útdráttur er á ensku

  The effectiveness of physical training on the symptoms and progression of fibromyalgia.

  The prevalence of fibromyalgia is around 10% among women and a little less among men. The causes of this disease are unknown which leaves treatment options troublesome. The disease has considerable impact on the quality of life of people suffering from fibromyalgia and their activity level is deminished.
  The purpose of this essay is to examine the impact of physical training on fibromyalgia symptoms and what kind of exercises would be the most beneficial. Further, to examine recommended intensity and quantity levels of training for these individuals. Also to investigate the long-term effects of exercises on fibromyalgia symptoms and preventative influences against the progression of the disease. Proper measurements to evaluate the effectiveness of training and the impact on symptoms are discussed.
  The results of a number of studies show that physical training can be beneficial to decrease symptoms and to increase health related quality of life of patients with fibromyalgia. Aerobic exercises, strength training and combined aerobic, strength and fleibility training show the greatest effects on the symptoms but researchers agree that the training intensity should vary between 55-90% of maximal heart rate. The effects of exercise on symptom relief will not remain if regular exercise is not maintained. Regular exercise training is beneficial to prevent the progression of the disease. It is important that people with fibromyalgia us physical training in their daily life to maintain physical fitness and prevent disablement due to the disease.

Samþykkt: 
 • 30.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gyda_ran.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna