Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10746
Athuguð voru áhrif efnislegra eigna við mat á öðrum. Þátttakendur voru 180 talsins á aldrinum 13-65 ára. Þátttakendur voru beðnir um að horfa á myndband af leikara í ríkmannlegum eða fátæklegum aðstæðum og í kjölfarið svara spurningalista um hann. Niðurstöður leiddu í ljós að fátækir voru taldir hafa betra viðmót og vera áreiðanlegri en ríkir, en ríkir voru taldir njóta meiri velgengni. Þetta bendir til að þátttakendur hafi tileinkað sér efnislegar staðalmyndir um ríka og fátæka, sem hafi haft áhrif á hvernig leikarar voru metnir. Leikurum í ríkmannlegu aðstæðunum var alltaf eignuð meiri velgengni óháð því hvort heimilisaðstæður þátttakenda væru líkar eða ólíkar heimilisaðstæðum leikaranna. Þátttakendur töldu leikara hafa betra viðmót ef hann bjó við heimilisaðstæður sem voru líkar þeirra eigin, óháð heimilisaðstæðum leikarans. Heimilisaðstæður þátttakenda höfðu engin áhrif á mat þeirra á áreiðanleika leikara.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.S. verkefni.pdf | 425,38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |