is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10747

Titill: 
  • Fjölljóseindajónun CH2Br2. Gleypni og rofferli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Margir telja að eyðing ósonlagsins muni hafa mikil áhrif á framtíð jarðarinnar og líf á henni. Mennirnir hafa átt þátt í eyðingunni með losun ósoneyðandi efna út í umhverfið. Í þessari rannsókn er ósoneyðandi efnið CH2Br2 skoðað með tilliti til þess hvernig það gæti brotnað niður í sameindabrot fyrir tilverknað sólarinnar. (2+n) REMPI var notað til þess að skoða hvernig örvað CH2Br2 brotnar niður í sameindabrot, sem síðan jónast, fyrir bylgjutölubilið 76000 cm-1 – 82420 cm-1. Jónirnar sem sáust voru C+, CH+, CH2+, H+, 79Br+ og 81Br+. Það að óbundið kolefni skyldi sjást býður upp á ýmsa möguleika á nýjum tengjamyndunum. 1D-REMPI róf var reiknað fyrir hverja jón fyrir sig og sýndu rófin fyrir brómjónirnar skarpar atómlínur en samfelld róf fyrir hinar jónirnar. Á rófunum fyrir brómjónirnar sáust allar 15 atómlínurnar sem fræðilega var mögulegt að sjá. Rófin fyrir C+, CH+ og CH2+ voru áþekk í lögun og aðeins sáust d-Rydberg og p-Rydberg ástönd en engin s-Rydberg ástönd. Toppar fyrir Rydberg ástöndin 6d (δ = 1.03) og 10p (δ = 2.72) komu fram á öllum þremur rófunum. Á C+ rófinu var stór toppur sem sást ekki á hinum rófunum en hann endurspeglar Rydberg ástandið 7d (δ = 1.23). Engar C+ atómlínur sáust á bylgjutölubilinu en fræðilega hefðu átt að sjást 27 C+ atómlínur. Reiknuð var út orka allra mögulegra samsetninga á klofnun CH2Br2 til þess að meta hvaða rofferli væru líklegust fyrir hverja jón. Fyrir C+ koma C*+HBr+HBr, C*+H2+Br2, C+HBr+HBr og C+H2+Br2 öll til greina. Fyrir CH2+ eru bæði CH2+Br+Br og CH2+Br2 líkleg. Fyrir CH+ er líklegasta rofferlið CH+HBr+Br og fyrir Br+ er líklegasta rofferlið CH2Br+Br þar sem þau eru langlægst í orku.

  • Útdráttur er á ensku

    Many consider that ozone depletion will have an integral part on the future of the Earth and life on Earth. Humans have had their part in the depletion by releasing ozone depleting chemicals into the environment. In this research, the ozone depleting chemical CH2Br2 is analyzed with respect to how sunrays could possibly dissociate the molecule, into molecular fractions. (2+n) REMPI was used to study how excited CH2Br2 dissociates into molecular fractions, which then are ionized, for the wavenumber region 76000 cm-1 – 82420 cm-1. The ions that were observed were C+, CH+, CH2+, H+, 79Br+ and 81Br+. The fact that an unattached carbon was observed offers variety of possibilities for forming new chemical bonds. 1D-REMPI spectra was calculated for each ion observed. The 1D-REMPI spectra for 79Br+ and 81Br+ showed distinctive atomic lines, but the other spectra were continuous. The spectra for the bromine ions showed all the 15 atomic lines that were theoretically possible to see. The spectra for C+, CH+ and CH2+ were all similar in shape and they only showed d-Rydberg and p-Rydberg states but no s-Rydberg states. Peaks that reflect the Rydberg states 6d (δ = 1.03) and 10p (δ = 2.72) were observed on all the three spectra. On the 1D-REMPI spectrum for C+ there was a large peak observed that was not observed on the other spectra but it reflects the Rydberg state 7d (δ = 1.23). No C+ atomic lines were observed in the explored wavenumber region but it was theoretically possible to observe 27 C+ atomic lines for this region. Energy was calculated for all possible combinations for dissociation of CH2Br2 to evaluate which dissociation pathway is the most likely one for each ion. For C+ can C*+HBr+HBr, C*+H2+Br2, C+HBr+HBr and C+H2+Br2 all be considered. For CH2+ are both CH2+Br+Br and CH2+Br2 probable. For CH+ the most likely dissociation pathway is CH+HBr+Br and for Br+ the most likely way is CH2Br+Br, because these pathways are by far the lowest in energy.

Samþykkt: 
  • 30.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölljóseindajónun_CH2Br2._Gleypni_og_rofferli..pdf685.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna