is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10756

Titill: 
 • Ein stutt bæn. Presturinn, björgunarsveitarmaðurinn og leitin að merkingu við ítrustu aðstæður.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð kynnumst við störfum presta og björgunarsveitarmanna. Við sjáum hvernig þessi störf tengjast bæði í sögu og samtíð. Í sögulega hlutanum er rifjuð upp saga þriggja presta sem allir geta einnig talist björgunarmenn. Þeir fengu áhuga á björgunarstörfum til að geta betur haldið utan um líf og líðan sóknarbarna sinna. Síðan er fjallað um bæði prestinn og björgunarsveitarmanninn ásamt starfi og starfsvettvangi þeirra.
  Hvað er áfall? er umfjöllunarefni eins kafla því hugmyndin er að fylgja þessum aðilum, prestinum og björgunarmanninum, inn í veruleika áfalls, inn í aðstæður sem eru fyrir utan okkar hefðbundna líf. Stóra umfjöllunarefnið er hvað heldur þessum aðilum gangandi þegar aðstæður eru gríðarlega erfiðar og verkefnið nánast óyfirstíganlegt. Varpað er fram þeirri kenningu að styrkur sé að miklu leyti sóttur í tengsl og merkingu, þ.e. tengsl þessara aðila við sjálfa sig,við félagana og það að finna tilgang í þessum aðstæðum en tilgangurinn er gjarnan að gera gagn og að koma til hjálpar. Þarna notum við kenningar Kenneth Pargament og skoðum viðtöl við presta og björgunarmenn sem tekið hafa þátt í verkefnum við erfiðar eða ítrustu aðstæður.
  Það kemur í ljós að undirbúningur eða forvarnir eru lykilatriði í því að hópur sem fer í slíkar aðstæður geti haldið áfram vinnu sinni af fullum krafti. Eins þarf að vera gott bakland sem
  þessir aðilar geta sótt í. Störf þessara aðila sem koma stundum að lífi fólks á þeirra versta augnabliki eru á vissan hátt svipuð. Björgunarmaðurinn er tákn samfélagsins sem vill gefa af sér og hjálpa þeim sem á í vanda og presturinn verður tákn fyrir nærveru Guðs. Í þessum táknmyndum má líka finna uppsprettu tilgangs, að vinna mannslífinu gagn og að vera þjónn Guðs og ljá honum hendur sínar.

Samþykkt: 
 • 31.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ein bæn.pdf15.32 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
forsiða.pdf68.88 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna