is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1076

Titill: 
 • Spennandi og krefjandi starf : upplifun hjúkrunarfræðinga starfandi í dreifbýli
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga starfandi á heilsugæslu H til sinna starfa og upplifun þeirra á eigin getu til að takast á við bráðaaðstæður. Hjúkrunarfræðingar í dreifbýli gegna ábyrgðarmiklu starfi sem krefst fjölbreytilegrar þekkingar á hinum ýmsu fræðigreinum sem varða andlega, líkamlega og félagslega líðan og þroska einstaklingsins.
  Við gerð þessarar rannsóknar var notast við eigindlega aðferð í formi viðtala. Úrtaksaðferð rannsóknarinnar var þægindaúrtak og voru átta dreifbýlishjúkrunarfræðingar fyrir valinu. Gagnasöfnun stóð yfir í rúmar tvær vikur, hvert viðtal var hljóðritað, ritað orðrétt niður og greining gagna var samkvæmt þrepakenningu Vancouver-skólans.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hjúkrunarfræðingarnir voru að öllu jöfnu ánægðir í starfi og að mikil yfirvegun einkenndi almennt viðhorf þeirra til bráðaaðstæðna. Töldu þeir sig nokkuð vel undirbúna og upplifðu ekki mikinn kvíða og óöryggi í þessum aðstæðum.
  Flestir þátttakendur fundu fyrir töluverðri einangrun í starfi og voru mismunandi þættir að valda kvíða, til dæmis ófærð, aukinn fjöldi ferðamanna og aukin vímuefnaneysla. Ástæðan fyrir því að þeir völdu að starfa í dreifbýli var einna helst að þeir höfðu tengingu við dreifbýlið. Þátttakendur höfðu einhverja starfsreynslu í hjúkrun áður en þeir fóru að starfa við heilsugæslu í dreifbýli og töldu það almennt æskilegt. Flestir þátttakendanna voru duglegir að viðhalda þekkingu sinni og færni með því að sækja ýmis námskeið, þar á meðal í gegnum fjarfundabúnað.
  Rannsóknin leiddi í ljós að kvíði fyrir bráðaaðstæðum er almennt ekki að hafa truflandi áhrif á líðan hjúkrunarfræðinga starfandi í dreifbýli, þeir upplifðu sig almennt vel undir bráðaaðstæður búnir.
  Lykilhugtök: Dreifbýlishjúkrun – heilsugæsluhjúkrun – bráðaaðstæður.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spennandi og krefjandi starf.2007.pdf1.44 MBOpinnHeildarskráPDFSkoða/Opna