is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10761

Titill: 
 • Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Þjónusta 11 félagasamtaka
Útgáfa: 
 • Júlí 2010
Útdráttur: 
 • Í rannsókninni var rætt við þrettán fulltrúa frá ellefu félagasamtökum sem annars vegar hafa að meginmarkmiði að veita aðstoð konum sem beittar hafa verið ofbeldi í nánum samböndum og hins vegar fulltrúa félagasamtaka sem stundum veita aðstoð konum sem beittar hafa verið ofbeldi í nánum samböndum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:
  Þjónusta er mest á höfuðborgarsvæðinu. Kvennaathvarfið og Kvennaráðgjöfin eru í Reykjavík.
  Þjónustuþörfin er fyrst og fremst í kringum aðstæður kvennanna. Um helmingur kvenna sem dvaldi í Kvennaathvarfinu fór aftur heim í óbreyttar aðstæður þegar dvöl þar lauk.
  Fatlaðar, aldraðar og erlender konur eru afskiptar hvað þjónustu varðar og sérstaða erlendra kvenna mikil. Aðgengismál fyrir fatlaðar konur er vandamál og lítið er vitað um aðstæður aldraðra kvenna. Sérstaða erlendra kvenna er mikil og mest hjá konum utan EES sem þurfa að sýna fram á trygga framfærslu til að fá dvalarleyfi á Íslandi auk þess að hafa takmarkað aðgengi að fræðslu um samfélagið.
  Konur leita ýmist sjálfar eftir aðstoð eða koma í fylgd annara. Allur gangur virðist vera á því hvernig konur leita eftir aðstoð. Margar koma sjálfar en aðrar í fylgd vinkvenna eða fagaðila.
  Takmörkuð þjónusta er í boði. Aðeins eitt kvennaathvarf er á landinu og það er í Reykjavík. Kvennaráðgjöfin er í Reykjavík. Þjónusta annara er í uppnámi vegna takmarkaðs fjármagns.
  Túlkaþjónustu er verulega ábótavant. Allir viðmælendur tóku fram að túlkaþjónustu væri verulega ábótavant og oft væri hún ekki í boði.
  Viðhorf fagfólks skiptir verulegu máli. Þegar fagfólk er upplýst og vakandi fyrir einkennum ofbeldis þá verður ofbeldið sýnilegra. Vandaðri læknisvottorð skila gleggri sýn á ofbeldið.
  Fræðslu um ofbeldi gegn konum í nánum samböndum er ábótavant. Fjármagnsskortur félagasamtaka er meginhindrun þess að ekki er hægt að bjóða uppá meiri fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum.
  Hugsað er sérstaklega að stöðu barna. Yfirleitt er spurt sérstaklega um stöðu barna á heimilum þar sem ofbeldi kemur við sögu í nánum samböndum og tilkynningarskylda til barnaverndaryfirvalda er alltaf virt.

ISBN: 
 • 978-9979-9859-7-6
Athugasemdir: 
 • Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 31.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10761


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsokn_ofbeldi_felagasamtok_22092010.pdf559.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna