is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10763

Titill: 
 • Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Viðbrögð félagsþjónustu og barnaverndar
Útgáfa: 
 • Október 2009
Útdráttur: 
 • Í rannsókninni var rætt við starfsmenn hjá félagsþjónustu í níu sveitarfélögum á landinu. Markmiðið var að fá yfirlit yfir á hvern hátt þessar stofnanir bregðast við þegar kona leitar aðstoðar vegna heimilisofbeldis og fá fram hugmyndir til úrbóta á þjónustunni.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar:
  Börn virðast oftast vera forsenda fyrir beiðni um aðstoð frá félagsþjónustu og ekki er algengt að barnlausar konur leiti aðstoðar. Tilvist barna á heimili er einnig ástæða tilkynninga í þessum málaflokki.
  Skráning mála er varða heimilisofbeldi er ábótavant og ekki hægt að kalla fram upplýsingar um fjölda kvenna sem leita aðstoðar vegna þess.
  Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um ofbeldi gegn viðkvæmum hópum kvenna, þ.e. gömlum konum, konum af erlendum uppruna og fötluðum konum.
  Kvennaathvarfið er talið mikilvægasti samstarfsaðilinn í málum sem tengjast heimilisofbeldi og mikið traust borið til starfsmanna þess.
  Talið er að andlegt ofbeldi í garð kvenna hafi aukist á síðustu árum en erfitt getur verið að nálgast þau mál og veita konunum nauðsynlega aðstoð.
  Sérstakt tillit er tekið til stöðu barna á heimili þegar mál sem tengjast heimilisofbeldi koma upp og veita þeim stuðning.
  Margir viðmælenda telja að þegar leitar er aðstoðar vegna heimilisofbeldis tengist það í flestum tilvikum áfengisneyslu.
  Þörf er á aukinni þekkingu og fræðslu um heimilisofbeldi bæði til starfsmanna sem sinna ráðgjöf hjá félagsþjónustu og barnavernd en einnig hjá starfsmönnum heimaþjónustu og heimahjúkrunar auk samstarfsaðila eins og starfsmanna leikskóla og lögreglu.

ISBN: 
 • 978-9935-9026-3-4
Athugasemdir: 
 • Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd.
  Unnið fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 31.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skyrsla_ofbeldi_felagsthjonusta15102009.PDF418.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna