is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10769

Titill: 
 • Sér gefur gjöf sem gefur. Rannsókn um nýragjöf lifandi gjafa
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um nýragjöf frá lifandi einstaklingum. Greint er frá eigindlegri rannsókn sem tók til sjö lifandi gjafa á aldrinum 35-67 ára. Þar af voru fimm sem gáfu ættingja og
  tveir sem gáfu maka. Markmið rannsóknarinnar var að dýpka þekkingu á reynslu íslenskra lifandi nýragjafa af ástæðum gjafarinnar, ákvörðunarferlinu, undirbúningi nýragjafar og
  eftirfylgd, ásamt upplifun þeirra af því að hafa gefið nýra.
  Meginniðurstöður sýndu að ástæður gjafanna fyrir nýragjöfinni voru fyrst og fremst ósk um að bæta lífsskilyrði og auka lífsgæði þega sem og hollusta gagnvart þega og upprunafjölskyldu. Ákvörðunarferlið gat valdið togstreitu, kvíða og kvíðaköstum.
  Stuðningur annarra fjölskyldumeðlima var mikilvægur og í sumum tilvikum, sérstaklega hjá gjöfum sem áttu maka, skilyrði þess að ákvörðun var tekin um að gefa nýra. Reynsla langflestra gjafanna af þjónustu Landspítalans (ákvörðunar- og undirbúningsferli, innlögn eftir aðgerð og eftirfylgd) var mjög góð. Fram komu ábendingar um þætti sem mætti bæta til að styrkja þjónustuna enn frekar en þeir voru: Að hraða ætti rannsóknarferli eins og
  hægt væri þar sem óvissa um möguleika á nýragjöf væri mjög erfið og á meðan gæti væntanlegum þega líka versnað; að bjóða ætti maka nýragjafa upp á formlega fræðslu um nýragjöf á spítalanum; að fræðsluefni mætti bæta; að bjóða mætti upp á að hitta aðra gjafa
  í ákvörðunarferlinu; að undantekningalaust ætti að bjóða upp á sérstök stuðningsviðtöl ef eitthvað óvænt kæmi upp í undirbúningsferlinu og jafnvel mætti viðtal við stuðningsaðila
  vera fastur liður í ferlinu; og að eftirfylgd mætti vera markvissari (gjafi ætti að eiga fastan tíma í skoðun árlega en ætti ekki að þurfa að panta hann sjálfur). Upplifun gjafanna af því að hafa gefið nýra var almennt mjög góð. Finna má samhljóm með meginniðurstöðum og niðurstöðum erlendra rannsókna. Um
  vissa sérstöðu Íslands er þó að ræða því hlutfall lifandi gjafa á Íslandi er mun hærra en annars staðar á Vesturlöndum. Velta má fyrir sér áhrifum menningarbundinna þátta í því sambandi. Ísland er fámenn þjóð sem býr í harðbýlu landi þar sem meðal annars reynir á samstöðu fjölskyldunnar til að komast af. Í sögu þjóðarinnar birtist enn fremur krafan um sjálfstæði einstaklingsins og forsjá fjölskyldunnar fremur en hins opinbera.

Samþykkt: 
 • 1.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð pdf (2).pdf587.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna