is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10770

Titill: 
  • Rafflutningar og aflreglun
  • Titill er á ensku Electromigration and power regulation
Útdráttur: 
  • Viðfang rannsóknarinnar voru örhitarar, litlir vírbútar 1 × 10 μm úr platínu. Þegar miklum straumi er hleypt á vírana rofna þeir vegna rafflutninga í vírnum. Efni færist þá úr stað sem á endanum leiðir til rofs vírsins. Borinn er saman meðallíftími víra annars vegar undir jafnstraumsálagi og hins vegar þegar straumstefnunni var umpólað á tíðni f = 20 kHz. Jafnframt því var aflið í vírunum reglað á mun lægri tíðni fr = 200 Hz. Til að regla aflið var notuð sérútbúin rafrás, sem hönnuð var með þessar mælingar í huga. Niðurstöðurnar voru afgerandi. Meðallíftíminn undir jafnstraumi mældist τ_DC = 4.000 s, en undir riðstraumsálagi τ_AC,1 = 170 klst og τ_AC,2 = 137 klst. Með stöðugri umpólun straumstefnunnar má því auka líftíma víranna a.m.k. allt að τ_AC /τ_DC = 150 falt, sem er í samræmi við niðurstöður annarra vísindamanna. Greinilegar eru breytingar á viðnámi örhitara á meðan mælingu stendur. Þetta má sennilega rekja til þess, að þegar vírinn hitnar við aukið straumálag vaxa kornin í Pt-húðinni, sem veldur minna eðlisviðnámi vírsins. Þessu til stuðnings voru gerðar mælingar á kornastærð þunnra Pt-húða sem bakaðar voru við mismunandi hitastig. Niðurstöður þeirra mælinga sýna fram á ótvíræðan vöxt korna með hækkandi bökunarhitastigi.

Samþykkt: 
  • 1.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OttoEl_serverkefni_haust_2011.pdf899.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna