is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10778

Titill: 
  • Flóttabörn á Íslandi: rannsókn á viðhorfum og reynslu flóttabarna
Útgáfa: 
  • Janúar 2011
Útdráttur: 
  • Reynsla og viðhorf flóttabarna hefur nánast ekkert verið rannsakað hér á landi. Skýrsla þessi byggist á eigindlegri rannsókn á viðhorfum og reynslu flóttabarna á Íslandi. Megináhersla rannsóknarinnar var að kanna félagslega stöðu og líðan flóttabarnanna frá þeirra eigin sjónarhorni. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir og tekin voru viðtöl við 14 flóttabörn sem komu ásamt fjölskyldum sínum til Íslands á árunum 2001 til 2008. Um var að ræða flóttabörn frá mismunandi ríkjum, á aldrinum 10 til 18 ára sem á komuári voru 8 ára eða eldri. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að aðlögun flóttabarna er margþætt og flókin. Færni í tungumálinu, viðhorf jafnaldra og samfélagsins til uppruna flóttabarna og færni þeirra í íslensku tungumáli eru þættir sem skipta flóttabörn mestu máli í aðlögun að íslensku samfélagi. Þessir þættir hafa áhrif á velgengni þeirra í námi, félagsleg tengsl og upplifun þeirra á möguleikum í framtíðinni. Athygli vekur að flestir þátttakendur sjá ekki fyrir sér framtíð á Íslandi. Flestir líta þó svo á að á Íslandi séu góð tækifæri til menntunar og sjá tök á íslenska tungumálinu og menntun sem lykil að góðum lífsgæðum. Sú hugmynd að flóttabörn séu fljót að aðlagast eða sú hugmynd að þau séu brotnir einstaklingar vegna flóttatengdra áfalla endurspeglast hvorugar í niðurstöðum þessarar rannsóknar. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að nýtast fagfólki sem vinnur með flóttabörnum í skólum og félagasamtökum. Einnig gefa niðurstöður rannsóknarinnar tilefni til frekari rannsókna á vægi samfélagsviðhorfa í mótun aðlögunarreynslu flóttabarna og annarra innflytjendabarna.

ISBN: 
  • 978-9935-9026-1-0
Athugasemdir: 
  • Ritröð um rannsóknaverkefni á sviði félagsráðgjafar. Fjórða hefti.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 2.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritrodIV-2-LOKAÚTGÁFA.pdf881.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna