is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10781

Titill: 
  • Félagsleg skilyrði og lífsgæði: rannsókn á högum einstæðra foreldra á Ásbrú/Keili í Reykjanesbæ
Útgáfa: 
  • Október 2009
Útdráttur: 
  • Rannsóknin beinist að félagslegum skilyrðum og lífsgæðum einstæðra foreldra sem búa á fyrrum varnarsvæði Nató á Keflavíkurflugvelli, Ásbrú, eða leggja stund á nám við Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Beitt var megindlegri og eigindlegri aðferð. Spurningalisti með 43 spurningum um lífsgæði og fjölskylduaðstæður var lagður fyrir íbúa Ásbrúar og námsfólk Keilis. Af 604 manna þýði svöruðu alls 415, þ.e. 69% svarshlutfall. Einnig voru tekin persónuleg viðtöl við ellefu einstæðar mæður á Ásbrú. Markmið rannsóknarinnar er að fá heildarmynd af lífsskilyrðum fjölskyldna á Ásbrú og gera þarfa- og úrræðagreiningu á aðstæðum þeirra sem stunda nám eða búa á svæðinu á tímum efnahagsþrenginga. Tilgangurinn er að afla vitneskju um lífsgæði einstæðra foreldra í samanburði við aðrar fjölskyldugerðir. Slíka þekkingu mætti hafa til grundvallar í endurskoðun á aðbúnaði og þjónustu. Niðurstöður sýndu að um 60% allra þátttakenda eiga börn, 53% foreldranna höfðu slitið samvistum og einstæðir foreldrar voru næstalgengasta fjölskyldugerðin (21%) á eftir fólki í sambúð (30%). Einstæðir foreldrar voru sá hópur meðal barnafjölskyldna sem var í mestu námi; meiri hlutinn eða 85% stundaði að jafnaði fullt nám. Þá vinna einstæðir foreldrar samhliða námi í minnstum mæli af öllum fjölskyldugerðum. Svarendur úr kjarnafjölskyldu og einstæðir foreldrar hafa síst orðið fyrir seinkun í námi en þeir sem búa einir (einstaklingar) í mestum mæli. Um 47% þátttakenda úr kjarnafjölskyldum en lítill hluti, 6%, af einstæðum foreldrum, taldi að efnahagshrunið hefði ekki haft nein áhrif á sig. Rúmlega helmingur einstæðra foreldra taldi efnahagshrunið hins vegar hafa haft áhrif á lífsgæði barna sinna og rétt innan við 40% töldu hrunið hafa haft áhrif á fjölskyldulíf. Þessir þættir komu skýrar fram hjá einstæðum foreldrum en í öllum hinum fjölskyldugerðunum. Einstæðir foreldrar eru stærsti hópurinn (92%) sem segjast myndu nýta sér ráðgjöf eða meðferðarþjónustu sem stæði þeim til boða að kostnaðarlausu. Líðan og heilsa einstæðra foreldra virðist þegar á heildina er litið lakari en heilsa þátttakenda í öðrum fjölskyldugerðum, en nánar tiltekið fundu þeir m.a. í frekari mæli en aðrir fyrir depurð, örvæntingu, ótta og viðkvæmni. Samvistamynstur barna við það foreldri sem það býr ekki hjá virðist breytast við myndun nýrrar fjölskyldugerðar.

ISBN: 
  • 978-9979-70-673-1
Athugasemdir: 
  • Ritröð um rannsóknaverkefni á sviði félagsráðgjafar. Þriðja hefti.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 2.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10781


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritrod III.pdf382.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna