Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10782
Hér verður fjallað um árangur af endurhæfingarúrræðinu Kvennasmiðjunni frá byrjun ársins 2001 til 2006. Kvennasmiðjan er samstarfsverkefni Velferðasviðs Reykjavíkurborgar og Tryggingastofnunar ríkisins. Það er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða og hafa átt erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði eða í skóla. Um áramótin 2006/2007 höfðu 69 konur, af þeim 116 konum sem hófu þátttöku, lokið henni. Árangur úrræðisins var metinn með því að leggja spurningalista fyrir allar þær konur sem lokið höfðu þátttöku og með því að taka persónuleg viðtöl við 10 konur úr þeim hópi og sem höfðu lokið þátttöku í Kvennasmiðjunni fyrir minnst einu ári síðan árið 2007/2008. Flestir þátttakendur töldu að lífsgæði sín hefðu aukist við þátttöku í endurhæfingunni. Markmiðið með rannsókninni er að kanna hvernig Kvennasmiðjan hefur nýst þátttakendum þegar til lengri tíma er litið og kanna stöðu og líðan þeirra kvenna sem lokið hafa endurhæfingunni. Einnig að skoða lífssögu og aðstæður kvennanna í uppvexti þeirra sem varpað gæti ljósi á ástæðuna fyrir þörf á þátttöku í slíku verkefni. Jafnframt að leggja mat á hvernig stuðningi við fyrrgreindan hóp væri sem best háttað. Niðurstöður sýna að verkefnið skilar árangri en að huga þurfi að eftirfylgd að endurhæfingu lokinni til að viðhalda þeim árangri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kvennasmidjan_ritrodII.pdf | 178.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |