Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10783
Fiskisamfélög í Miðfirði voru könnuð og samanburður gerður á milli svæða í firðinum sem nýlega hafa verið bundin mismiklum veiðitakmörkunum. Firðinum er skipt í þrjú svæði þar sem dragnótaveiði hefur verið bönnuð í lengri eða skemmri tíma yfir árið allt til ársins 2015. Niðurstöður benda til þess að meiri tegundafjölbreytni bolfiska sé á svæðinu með mestum veiðitakmörkunum, innst í firðinum, og þar gæti tegundasamsetningin einnig verið frábrugðin. Ýsa (Melanogrammus aeglefinus) veiddist í mestu magni yfir það heila en fyrir botni fjarðarins fékkst mest af lýsu (Merlangius merlangus) í netin. Ýsan var aldursgreind og var meðalaldur aflans um 3 ár. Meðalaldur og stærð fiska virtist ekki fylgja sérstöku mynstri. Þó svo yngstu fiskarnir væru á innstu og grynnstu stöðinni var meðalaldur hæstur í miðjum firði á næstmesta dýpinu en hafa skal í huga að þessar ályktanir eru dregnar af einni sýnatöku á hverjum stað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Valtýr BS ritgerð.pdf | 253,21 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |