is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10790

Titill: 
 • Umhverfisbreytingar við Gígjökul. Framskrið, hop og jökulhlaup
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Gígjökull er einn af stærstu skriðjöklum Eyjafjallajökuls. Myndun, setgerð og innbyrðis afstaða setlaga í jarðlagastafla á svæðinu framan við Gígjökul var rannsökuð. Markmið rannsóknarinnar var að túlka uppruna setlaganna til að öðlast betri þekkingu á hegðun jökulsins á hverjum tíma og setmyndunum í umhverfi hans.
  Framskrið og hop Gígjökuls tengjast loftslagsbreytingum. Þannig gengur jökullinn fram á kuldaskeiðum og hopar á hlýskeiðum. Við framskrið ber jökullinn með sér jökulruðning, sem hann síðan skilur eftir þegar hann hopar. Einnig hafa jökulár og jökulhlaup mikil áhrif á setmyndun svæðisins.
  Niðurstöður sýna að framland Gígjökuls mótast einkum af framgangi jökulsins, jökulám og jökulhlaupum í kjölfar eldgosa. Líklegt er að neðsta lag jarðlagastaflans sem er jökulruðningur, hafi jökullinn borið fram í byrjun 19. aldar. Jökulár og jökulhlaup hafa í kjölfarið runnið um svæðið og lagt jökulárset yfir jökulruðninginn. Jökullinn hefur að endingu gengið fram á nýjan leik og lagt jökulruðning yfir setið sem fyrir var.
  Af því leiðir að jarðlagastaflinn byggist upp af tveimur framskriðum Gígjökuls ásamt setmyndun frá jökulhlaupi og jökulám.

 • Útdráttur er á ensku

  Gígjökull is an outlet glacier from the Eyjafjallajökull ice cap in southern Iceland. The stratigraphy and sedimentology in the forefield of Gígjökull were investigated in a river-cut section with the aim of interpreting the sedimentary origin, and to obtain better knowledge of the history of the glacier and environmental changes in the area.
  Advances and retreats of Gígjökull are results of climate changes. Therefore, during periods of cold climate, the glacier advances and deposits till, that is then left behind upon retreat. Glaciofluvial sediments and sediments due to jökulhlaups are also common in the area.
  The results show that the forefield of Gígjökull is largely affected by glacier advances, glaciofluvial activity and volcano-genic jökulhlaups. It is most likely that the till in the lowermost part of the section, was deposited during an advance in the early 19th century. Upon retreat, glacial rivers and jökulhlaups deposited glaciofluvial sediments on the till. At last, the glacier advanced once again to deposit the uppermost till on the top of the glaciofluvial sediments.

Samþykkt: 
 • 3.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SRÞ_BS.pdf3.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna