is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10794

Titill: 
 • Jarðfræði og jarðhitaummyndun við vesturjaðar sigdældar Hengils
 • Titill er á ensku The Geology and Hydrothermal Alteration at the Western Margin of the Hengill Volcanic System
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Aðaláhersla þessarar rannsóknar er á vesturjaðar sigdældar Hengils og voru þrjár borholur rannsakaðar ítarlega í því skyni að kortleggja jarðlög, innskot og ummyndun á svæðinu og skoða tengsl lektar við jarðfræðilega þætti á borð við innskot og jarðlagamót. Tvær holanna, HE-31 og HE-33, eru boraðar frá vestanverðu Skarðsmýrarfjalli og samanstendur jarðlagstaflinn þar af móbergseiningum allt niður á um 1500 m dýpi þegar komið er í hraunlagasyrpu. Sú þriðja, HE-46, er boruð frá Kolviðarhóli og samanstendur jarðlagastaflinn þar af móbergseiningum frá jökulskeiðum og hraunlögum frá hlýskeiðum. Innskot úr þróuðu bergi eru fremur algeng í holunum og er það talið tengjast nálægð þeirra við Sleggju. Ummyndun er keimlík í HE-31 og HE-33 allt niður á um 1000 m dýpi en liggur grynnra í HE-46 og er ástæða þess talin tengjast jarðhitavirkni undir jökulfargi. Samanburður á ummyndunar- og berghita í holunum sýnir ýmist jafnvægi eða kólnun á svæðinu. Út frá kortlagningunni voru valin svarfsýni úr átta borholum á svæðinu sem talin eru endurspegla bergfræðilegt umhverfi þess til að rannsaka myndun leirsteinda í mismunandi bergi, með tilliti til kristalgerðar og efnasamsetningar. Niðurstöður benda til þess að magn Fe(III) í leirhluta sýnanna (korn >2 μm) aukist mjög með dýpi auk þess sem vatnsmagn leirhlutans lækkar verulega. Þessi þróun gæti átt þátt í að skýra þær viðnámsbreytingar sem einkenna íslensk háhitakerfi, þar sem lágviðnámskápa umlykur háviðnámskjarna dýpra í kerfinu. Almennt virðist engin fylgni vera milli hlutfalls aðalefna í leirhlutanum og heildarsýnunum. Leirsteindir virðast því frekar endurspegla efnasamsetningu myndunarumhverfisins og efnaflutning jarðhitavökvans fremur en efnasamsetningu grannbergsins sem leirsteindirnar myndast í.

 • Útdráttur er á ensku

  The main focus of this study is on the western margin of the Hengill volcanic system. The stratigraphy was studied in three wells; HE-31 and HE-33 in Skarðsmýrarfjall mountain and HE-46 near Kolviðarhóll. The stratigraphy of wells HE-31 and HE-33 is characterized by hyaloclastite formations down to 1500 m b.s.l. while the stratigraphy of well HE-46 consists of hyaloclastites and interglacial lava flow. Intermediate intrusions are common in the wells, presumably due to the neighbouring Sleggja, where intermediate formations are found on the surface. Temperature dependent alteration minerals appear at similar depths in HE-31 and HE-33 down to 1000 m, but at shallower depths in HE-46, most likely due to a geothermal episode during glacial periods. Comparison of formation temperatures with the first appearance of temperature dependent alteration minerals show either cooling of the geothermal system or equilibrium. The results of the study of HE-31, HE-33 and HE-46 were used to select 30 samples of cuttings from eight wells in the area, presumed to represent the local geological settings to study the chemical composition and crystal structure of clay minerals in different formations. The results indicate increasing amount of Fe(III) and decreasing amount of H2O with increasing depth. This development may be the cause for the change seen in resistivity in geothermal areas in Iceland, where a low-resistivity cap overlies a high-resistivity core deeper in the geothermal system. Generally no correlation is seen between the concentrations of the main elements in the clay-samples (particles >2 μm) and the bulk samples. The clay minerals are therefore thought to represent the regional chemical composition and the chemical transport of the geothermal fluid rather than the chemical composition of the host rock of the clay minerals.

Styrktaraðili: 
 • GEORG - geothermal research group
  OR - Orkuveita Reykjavíkur
  ÍSOR - Íslenskar Orkurannsóknir
Samþykkt: 
 • 3.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10794


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mastersrigerd_lokavikan_skil_ancaption22.pdf12.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna