is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10796

Titill: 
  • Fitusýrusamsetning fituefna í stélrótarkirtli íslensku rjúpunnar (Lagopus muta)
  • Titill er á ensku Fatty acid composition of the lipids in the uropygial gland of the Icelandic Ptarmigan (Lagopus muta)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er hluti af yfirgripsmikilli rannsókn um heilbrigði og stofnbreytingar íslensku rjúpunnar (Lagopus muta). Meginmarkmið verkefnisins var að skoða fitusýrusamsetningu fituefna úr stélrótarkirtli rjúpunnar með tilliti til hlutfalls mettaðra og ómettaðra fitusýra og sjá hvort það tengist á einhvern hátt líkamsástandi rjúpunnar. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á bakteríudrepandi eiginleika mettaðra fitusýra á ýmsum sviðum var því áhugavert að kanna hvort þær rjúpur sem eru með hærra hlutfall mettaðra fitusýra í fituefni kirtils séu betur á sig komnar varðandi ástand fjaðurhams og sníkjudýrabyrði. Kirtilinn var einangraður, mældur og veginn. Einnig var sýni af fljótandi fitunni tekið, það fryst og geymt við -70°C. Heildar fituefni stélrótarkirtils var síðan einangrað með lífrænum leysi, fitusýrur fituefnisins metýlesteraðar og tegundir fitusýrumetýlestera greindar á gasgreini. Gasgreiningarforritið HP Chemstation var notað við úrvinnslu gagna úr gasgreini, það er til að reikna út hlutföll (% af heildar fitusýrum) mettaðra, einómettaðra og fjölómettaðra fitusýra í sýnum. Hlutfall mettaðra fitusýra reyndist vera mun hærra en hlutfall ein- og fjölómettaðara fitusýra í fituefni stélrótarkirtilsins. Marktækur munur var á fitusýruhlutföllum milli ára og aldurshópa. Eldri fuglar hafa meira af ein- og fjölómettuðum fitusýrum en yngri fuglar. Engin fylgni er til staðar á milli fjölda mítla og hlutfalls mettaðra fitusýra í fituefni stélrótarkirtilsins. Engin fylgni var heldur til staðar á milli ástands fjaðurhams og hlutfalls mettaðra fitusýra. Þessar frumniðurstöður styðja því ekki tilgátuna um áhrif bakteríudrepandi mettaðra fitusýra á sníkjudýrabyrði og fjaðurham rjúpunnar.

Samþykkt: 
  • 6.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð PDF.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna