is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10799

Titill: 
  • Forvarnir gegn átröskunum: Samanburður tveggja námskeiða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi rannsókn voru áhrif forvarnarnámskeiðsins Body Project skoðuð á átröskun. Námskeiðið byggir á því að skapa hugrænt misræmi hjá þátttakendum og er markmið þess að draga úr áhættuþáttum átraskana. Þátttakendur voru 81 stúlka úr 10.bekk í tíu grunnskólum í Reykjavík. Tilgátur rannsóknarinnar voru að námskeiðið bæti líkamsmynd og dragi úr aðdáun á grönnum vexti, aðhaldi í mataræði og átröskunareinkennum. Einnig voru settar fram tilgátur um að stutt og langt forvarnarnámskeið hafi samskonar áhrif á árangur. Niðurstöðurnar studdu allar tilgátur rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar benda því til að hægt sé að halda forvarnarnámskeiðið með góðum árangri hér á landi. Rannsakendur telja mikilvægt að námskeiðið nái útbreiðslu í grunnskólum landsins til að draga úr áhættuþáttum átröskunar.

Samþykkt: 
  • 6.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10799


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-heildarskjal.pdf363.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna