Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10802
Tuttugu og fjögur börn, 12 stelpur og 12 strákar, á síðustu önn í leikskóla tóku þátt í rannsókninni. Öll börnin höfðu eðlilegan þroska nema einn sem fékk greiningu um þroskaröskun á einhverfurófi á miðri önninni. Börnin fengu ýmist Beina Kennslu (Direct Instruction) (Stein, Silbert og Carnine, 1997), aðra kennslu eða enga kennslu í stærðfræði í 12 vikur. Börnunum var ekki skipt tilviljanakennt í rannsóknarhópa, heldur voru hóparnir deildir innan leikskólans. Færni barnanna var borin saman með hópsamanburðarsniði og metin bæði fyrir og eftir önnina. Hópurinn með minnstu færnina áður en kennsla hófst fékk í framhaldinu Beina Kennslu. Börnunum í kennsluhópunum tveimur var kennt að telja, lesa tölur, skrifa þær og leggja saman einingar. Í hópnum sem fékk Beina Kennslu voru þrjár stelpur og fimm strákar, þar af einn sem fékk greiningu um þroskaröskun á einhverfurófi á rannsóknartímabilinu. Fimm stelpur og fjórir strákar fengu hina kennsluaðferðina og fjórar stelpur og þrír strákar fengu ekki neina sérstaka kennslu í stærðfræði. Eftir tólf vikna kennslu kom hópurinn sem fékk Beina Kennslu best út úr lokaprófum. Þau höfðu marktækt hærri einkunnir í samlagningu talna og að leggja saman línur og tölu en hópurinn sem fékk hina kennsluaðferða. Hópurinn sem fékk Beina Kennslu leysti einnig verkefnin hraðar og var munurinn á kennsluhópunum tveimur tölfræðilega marktækur í samlagningu talna. Hóparnir tveir sem fengu kennslu komu betur út en hópurinn sem ekki fékk kennslu. Einkunnamunur og lausnartímamunur var tölfræðilega marktækur á öllum tegundum prófa. Minnsti breytileiki varð á færni nemenda Beinnar Kennslu, þau fengu öll háar einkunnir og leystu verkefni hratt. Í hinum hópunum var breytileiki á frammistöðu barnanna meiri.
Twenty four children, 12 girls and 12 boys, attending kindergarten participed in the research. All the children were normally developing except for one high functioning on the autism spectrum. The children were divided into groups and they were taught basic math with Direct Instruction (Stein, Silbert og Carnine, 1997), another instructional method or got no intruction for 12 weeks. The groups were pre-determined according to classes in the school. In the Direct Instruction group there were three girls, five boys, one of them received a diagnosis of a develpmental disablity on the autism spectrum during the research period. Five girls and four boys were in the other instructional group and four girls and three boys in the third group got no instruction. The two first groups were taught to count, read and write numbers and make additions with one digit numbers. Their abilility was evaluated before and after the 12 week period. The lowest ability group according to pre-evaluation measures was chosen to receive Direct Instruction. After the semester the Direct Instruction group got the best grades, and their grades in adding lines and a numer and number addition were statistically significant better than grades in the other instructional method group. The Direct Instruction group also solved number addition problems faster than the other groups and the difference between the two instructional groups was statistically significant. The instructional groups (Direct Instruction and the other method) got better results than the group receiving no instruction. The difference in both grades and time solving the problems was statistically significant on all types of tests. The children in the Direct Instruction group had the most homogenous results after the semester, they all had good grades and all worked fast. The variability between students was greater in the other groups.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thelma Lind Tryggvadóttir.pdf | 1.06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |