Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/10807
Lutz spruce (Picea x lutzii Littl.) seedlings were nutrient loaded using four fertilization regimes, receiving in total 0, 7.8, 22.2 and 31.4 g N/m2 over a period of eight weeks (6th august – 27th September) to investigate the effects on biomass allocation, frost hardiness, root growth capacity and nutrient status after the nursery rotation. The total biomass of loaded seedlings was similar to unloaded seedlings after the nursery culture, but the increase in N from the nutrient loading was 29%, 41% and 48% for loaded treatments 7.8 – 31.4 mg N, respectively. A delay in accumulation of frost hardiness during the autumn was not detected, and the root growth capacity was not affected by the nutrient loading when measured the following spring.
To investigate if the internal N status of the seedlings affected growth, survival and N content after one growing season in field, the seedlings were planted at two field trials (sites A and B), with or without field fertilizer. The shoots of loaded treatments without fertilizer application in the field had on average 31% and 52% more dry mass than unloaded treatments without fertilizer at sites A and B, respectively, after one growing ze:12. in field. Field fertilization also increased total shoot mass on average by 35% and 52% at sites A and B, respectively. The loading treatments without field fertilization increased N content in current needles by 104% and 109% for sites A and B, respectively. Field fertilization also increased N content on average in loaded treatments by 33% and 33% at site A and B, respectively. Nitrogen retranslocation from old to new needles was detected. The results illustrate the significance of retranslocation of stored nutrients to support new growth early in the season when root growth and nutrient uptake are still low. Survival was not affected by the nutrient loading after the first growing season, but fertilizing significantly decreased the damage caused by Otiorhynchus larvae in heath land. It was concluded that loading might provide an additional input for faster plantation establishment during the first crucial growing season after planting. Key word: Lutz spruce seedlings, nutrient loading, frost hardiness, root growth capacity, biomass allocation, N content, N concentration, growth, survival, retranslocation.
Áhrif næringarefnahleðslu sitkabastarðs í gróðrarstöð á vöxt og lifun í foldu. Orsakir fyrir afföllum plantna í nýgróðursetningum á Íslandi eru m.a. taldar vera vegna köfnunarefnisskorts í jarðvegi og/eða hægrar umsetningu þess. Niðurstöður íslenskra tilrauna undanfarin ár hafa aukið skilning á mikilvægi áburðargjafar við gróðursetningu. Í þessu verkefni var kannað hvort ávinningur hlytist af því að nesta plönturnar næringarefnum fyrir gróðursetningu. Hvítgreniplöntur (Picea x lutzii Littl.) voru vökvaðar með mismunandi miklum styrk næringarefna í gróðrarstöð. Á átta vikna tímabili (6. ágúst - 27. sept.) fengu plöntur í fjórum meðferðum í heild 0, 7,8, 22,2 og 31,4 g N/m2 með vökvunarvatni. Markmiðið var að kanna áhrif næringarefnahleðslu á lífmassa, frostþol, rótarvöxt og næringarefnainnihald plantna eftir vaxtarlotu í gróðrarstöð. Heildarlífmassi plantnanna í hleðslumeðferðunum (7,8, 22,2 og 31,4 g N/m2) var svipaður og óhlöðnu plantnanna (0 g N/m2) eftir vaxtarlotuna í gróðrarstöðinni um haustið. Köfnunarefnisinnihald hleðslumeðferðanna þriggja var samt sem áður marktækt meira en í óhlöðnu meðferðinni, eða sem nam 29%, 41% og 48%, í hverri meðferð um sig í áðurnefndri röð. Frostþolsmyndun seinkaði ekki vegna næringarefnahleðslunnar og hún olli ekki auknum rótarvexti að vori. Til þess að kanna hvort mismunandi styrkur köfnunarefnis í plöntum hefði áhrif á vöxt, lifun og köfnunarefnisinnihald plantna eftir eitt vaxtartímabil í foldu voru meðferðirnar gróðursettar í tvær tilraunir (A og B) með og án áburðargjafar við gróðursetningu. Eftir eitt vaxtartímabil í foldu var yfirvöxtur næringarefnahlaðinna plantna, sem fengu ekki áburð við gróðursetningu, að meðaltali 31% meiri í tilraun A og 52% meiri í tilraun B en í óhlöðnum, óábornum plöntum. Áburðargjöf við gróðursetningu jók vöxt næringarefnahlaðinna plantna að meðaltali um 31% í tilraun A og 52% í tilraun B. Köfnunarefnisinnihald hleðslumeðferða sem fengu enga áburðargjöf við gróðursetningu, jókst að meðaltali um 104% í A og 109% í B. Áburðargjöf á hleðslumeðferðirnar jók köfnunarefnisinnihald þeirra um 33% að meðaltali í báðum tilraunum. Tilfærsla köfnunarefnis frá eldri nálum til nýrra nála var merkjanleg. Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi þessarar tilfærslu til að auka vöxt snemma á vorin þegar rótarvöxtur og upptaka næringarefna er lítil. Eftir eitt vaxtartímabil í foldu, hafði næringarefnahleðslan ein og sér ekki haft áhrif á lifun. Áburðargjöf við gróðursetningu dró hinsvegar marktækt úr afföllum af völdum ranabjöllulirfa í mólendinu í tilraun A. Niðurstöðurnar benda engu að síður til þess að næringarefnahleðslan stuðli að því að plöntur nái fyrr rótfestu og vaxi meira en óhlaðnar plöntur á fyrsta vaxtartímabili eftir gróðursetningu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Rakel_J_Jonsdottir 2011 MSc thesis.pdf | 807.36 kB | Open | View/Open |