Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10808
Margröddun varð lykilhugtak í hugvísindum á 20. öld. Á þriðja áratugnum heimfærðu sovéskir fræðimenn pólýfóníska margröddun úr heimi tónlistar yfir á mál bókmenntanna sem innlegg í umræðu er hófst um miðja 19. öldina og stendur enn - um fagurfræðilegt gildi skáldverka Fjodors Dostojevskís. Frægast verka um margröddun varð fyrsta útgefna rit Míkhaíls Bakhtíns (1895–1975), „Vandinn í skapandi list Dostojevskís“. Um endurskoðaða útgáfu þess sem og alræmda doktorsritgerð um François Rabelais skrifaði Júlía Kristeva fræga grein. Þar afhenti hún Vesturlöndum ekki aðeins fræðilega Da Vinci lykla á borð við margröddun og hið karnivalíska: greinin átti sinn þátt í straumhvörfum sem urðu innan hugvísindanna upp úr miðjum 7. áratugnum og eru ýmist kennd við póststrúktúralisma eða póstmódernisma. Á 8. og 9. áratugnum komu hinsvegar fyrstu skrif Míkhaíls Bakhtíns út á prenti; líkt og flöskuskeyti rötuðu tvö ófullkláruð handrit á fjörur almennings rúmri hálfri öld eftir að þau voru skrifuð. Þessi æskuverk kynna nokkuð ólíka mynd af Bakhtín en þá sem hafði framkallast á Vesturlöndum: Hér birtist hann fremur sem heimspekingur en bókmenntafræðingur og í fyrri hluta ritgerðar minnar er varpað ljósi á ákveðinn siðfræðilegan vanda sem settur er fram í æskuverkunum en hinn ungi Bakhtín getur ekki leyst. Þýddir eru valdir staðir úr þessum handritum og lagt út af þeim með hliðsjón af ýmsum hugmyndastraumum 3. áratugarins í Sovétríkjunum: Nýkantisma, symbolisma en ekki síst formalíska skólanum í bókmenntarannsóknum. Einkum er stuðst við nýlegar rannsóknir fræðimanna Vestanhafs og rússneska heildarritröð verka Míkhaíls Bakhtíns. Í síðari hluta ritgerðar er síðan leitast við að leiða í ljós að hvaða leyti margröddun, eins og hún er útfærð á síðum Dostojevskíbókarinnar, er lausn á þeim siðfræðilega vanda sem Bakhtín glímir við í æskuverkum sínum og hvaða ljósi sú glíma varpar á samband fagurfræði og heimspeki, sem og rannsóknir á rússneskum bókmenntaarfi og arfleifð Bakhtíns innan vestrænnar hugmyndasögu.
“A Copernican Revolution: The Roots of Polyphony in Light of Mikhail Bakhtin’s Early Writings and His Dostoevsky Book” contains the first Icelandic translations of selected passages and a close reading of Bakhtin’s work from the 1920s. Through engagement with this prominent literary critic’s work, Bakhtin’s youthful writing reveals a struggle with contradiction - how to match a subjective approach to meaning with a rigorous, objective methodology. Bakhtin’s revelation of polyphony in his Dostoevsky book appears to merge the dominant symbolist and formalist approaches to aesthetics into a transcendental synthesis similar to the one that Immanuel Kant brought about in philosophy. The essay draws on recent studies made by American scholars that reevaluate the legacy of Bakhtin in the West. The prevalent academic approach in Iceland, for example, still relies heavily on the post-structuralist context into which Julia Kristeva put Bakhtin’s work in the late 1960s. This approach downplays the importance of the early writings and emphasizes the relative rather than the ethical dimensions of polyphony.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kóperníkusarbylting PDF.pdf | 716,91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |