is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10809

Titill: 
  • Gildi og þýðing þeirra. Greining gilda hjá Te og kaffi ehf.
  • Titill er á ensku Values and their significance
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru gildi tekin til skoðunar og umfjöllunar. Í ritgerðinni er að finna helstu skilgreiningar á gildum og umfjöllun fræðimanna um efnið. Fjallað er um þýðingu gilda fyrir stjórnendur fyrirtækja og hve mikilvægt er að þau séu vel skilgreind og sett fram á skýran og glöggan hátt. Þannig er unnt að tryggja að starfsfólk nái að vinna á grunni þeirra gilda sem stjórnendur fyrirtækis vilja að séu ríkjandi í fyrirtækinu. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvort stjórnendur og starfsfólk Te & Kaffi starfi samkvæmt gildum fyrirtækisins. Einnig verður kannað hvort greining á gildum Te & Kaffi hafi verið í samræmi við það sem fræðimenn leggja til. Til að svara því voru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram:
    - Telur starfsfólk Te & Kaffi útgefin gildi fyrirtækisins eiga vel við um starfsemi þess?
    - Eru aðferðir stjórnenda við greiningu á gildum fyrirtækisins í samræmi við það sem fræðimenn leggja til?
    Til að svara fyrri rannsóknarspurningunni var lögð spurningakönnun fyrir starfsfólk Te & Kaffi, með könnuninni var einnig athugað hver vitund starfsfólks er á gildum fyrirtækisins. Til að svara seinni rannsóknarspurningunni voru tekin viðtöl við helstu stjórnendur fyrirtækisins og þeir spurðir út í þá aðferð sem notast var við þegar gildi fyrirtækisins voru greind. Niðurstöður spurningakönnunar benda til þess að þátttakendur telja stjórnendur og starfsfólk starfa samkvæmt útgefnum gildum fyrirtækisins. Þrátt fyrir það er vitund um gildin ekki mikil og vinna má betur í að koma þeim á framfæri til starfsfólks Te & Kaffi. Niðurstöður úr viðtölum benda til þess að unnið hafi verið að miklu leyti í samræmi við það sem fræðimenn leggja til við greiningu á gildum fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 7.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JoninaTryggvadottir.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna