en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10812

Title: 
 • is Sálræn líðan barna á sjúkrahúsum. Fræðileg greining
Submitted: 
 • February 2012
Abstract: 
 • is

  Rannsóknir sýna að veikindi og sjúkrahúsvist getur verið mjög streituvaldandi upplifun fyrir börn og vakið upp hjá þeim mikinn ótta. Tilgangur þessa verkefnis var að varpa ljósi á sálræna líðan barna á sjúkrahúsum. Skoðaðar voru niðurstöður rannsókna á skilningi barna á veikindum, sálrænni líðan barna á sjúkrahúsum, aðferðir til að meta sálræna líðan barna á sjúkrahúsum auk þess sem kannað var hvaða barnabækur um börn á sjúkrahúsum eru til hér á landi og hvaða mynd þær gefa af sjúkrahúsvist barna. Aðferð sem notast var við var heimildagreining og var heimilda aflað í viðurkenndum rafrænum gangasöfnum.
  Helstu niðurstöður voru að mikill þroskamunur er hvað varðar skilning barna á veikindum en almennt er hann flóknari hjá eldri börnum. Helstu þættir sem vekja ótta hjá börnum á sjúkrahúsum eru aðskilnaður frá foreldrum, ókunnugt umhverfi, verkir, sprautur og skortur á upplýsingum. Viðeigandi undirbúningur barna fyrir sjúkrahúsvist getur dregið mjög úr vanlíðan þeirra á sjúkrahúsum. Mjög fáar barnabækur fundust um börn á sjúkrahúsum og eru þær, ásamt mörgum rannsóknum, komnar til ára sinna.
  Gildi verkefnisins fyrir hjúkrun felst í mikilvægi þess að átta sig á líðan barna á sjúkrahúsum og fyrirbyggja vanlíðan. Brýnt er að framkvæma nýjar og fleiri rannsóknir á þessu viðfangsefni, einkum á Íslandi.
  Lykilorð: Ótti, kvíði, börn, vitsmunaþroski, sjúkrahús, undirbúningur.

Accepted: 
 • Feb 8, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10812


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Endanleg_utgafa.pdf497.67 kBOpenHeildartextiPDFView/Open