en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10817

Title: 
  • Physical Model Investigation on the Hvammur HEP Spillway
Submitted: 
  • January 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefnið, sem unnið er fyrir Landsvirkjun, er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Siglingastofnunar Íslands. Meginmarkmið þess er að rýna, sannreyna og leggja til breytingar á hönnun straumfræðilegra mannvirkja vegna fyrirhugaðra vatnsvirkjana í Neðri Þjórsá. Tilraunirnar eru unnar í verklegri aðstöðu Siglingastofnunar Íslands árið 2011. Helstu atriði sem skoðuð eru flóðvirki, inntaksmannvirki og ýmis smærri mannvirki sem snúa að fi skigengd og seiðafl eytingu um ána. Líkanið sjálft er um 200 m2 að stærð, byggt í mikilli nákvæmni og er hægt að dæla allt að 220 l/s í kerfi nu, en það samsvarar hönnunarfl óði (2150 m3/s) mannvirkjanna í Þjórsá. Stærstum hluta verkefnisins er varið í að prófa mismunandi útfærslur af iðuþró (e. stilling basin) sem fyrirhuguð er til að taka við rennsli um fl óðvirki og eyða umfram orku áður en rennslið fer aftur í upprunalegan farveg Þjórsár. Borin er saman virkni þróar með mismunandi lengdir, mismunandi botnkóta og með og án hnalla og straumbrjóta. Í ljós kemur að of stutt þró eyðir lítilli orku þar sem eðlilegt straumstökk nær ekki að myndast. Séu hnallar og straumbrjótar (e. chute and ba e blocks) notaðir minnkar óstöðugleiki og ölduvirkni í kerfi nu til muna en mögulegur aukinn viðhaldskosnaður við hnalla og straumbrjóta gerir þá að óhagkvæmari lausn. Niðurstöður verkefnisins eru tillögur að bestu hönnun mannvirkjanna, enda verkefnið unnið í nánu samstar við hönnuði virkjana í Neðri Þjórsá, Verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís.

Description: 
  • Description is in Icelandic Straumfræðileg líkön af mannvirkjum í Neðri Þjórsá
Accepted: 
  • Feb 10, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10817


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hvammur_HEP_Spillway_Physical_Model_MSc_AGu.pdf60.52 MBOpenHeildartextiPDFView/Open