is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10823

Titill: 
 • Áhrif umhverfisþátta á niðurstöður kjötmats á lambakjöti
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Liðin eru 10 ár síðan hér á landi var tekið upp EUROP flokkunarkerfi á lambakjöti. Kjötmatsniðurstöður hafa síðan þá verið nýttar við útreikninga á kynbótamati fyrir íslenskt sauðfé og niðurstöðurnar leiðréttar að jöfnum fallþunga. Nokkrar breytingar hafa orðið á skipulagi slátrunar síðan EUROP flokkunarkerfið var tekið upp hér á landi auk þess sem byrjunarörðugleikar við framkvæmd þess ættu að vera að baki.
  Markmið verkefnisins var að kanna hvort fallþungaleiðrétting væri fullnægjandi fyrir kynbótuppgjör kjötmatseinkunna eða hvort ástæða væri til að taka tillit til fleiri þátta. Enn fremur skyldi kannað hvort hugsanlegt ósamræmi milli láturhúsa/landshluta
  sæist á gögnum yfir tíma og lagt mat á þróunina. Unnið var með gögn úr skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar sem Bændasamtök Íslands
  halda utan um. Unnið var gögn 56 bæja auk gagna frá tilraunabúinu á Hesti og innihélt gagnasafnið upplýsingar um 264.668 lömb. Áhrif árgangs, bæjar, fallþunga, kyns, aldur ær sem lamb gekk undir, þess hvernig lamb gekk undir og fallþunga í öðru veldi á kjötmatseinkunnir voru könnuð auk allra mögulegra tveggja-þátta samspilsáhrifa. Við mat á þróun kjötmatsniðurstaðna var gagnasafninu skipt upp eftir landshlutum. Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að auk bæjar og árs þurfi að taka tillit til fallþunga og kyns við kynbótauppgjör á kjötmatseinkunnum. Aðrir þættir sem prófaðir voru skýrðu lítinn hluta breytileika í kjötmatseinkunnum. Samræmi í kjötmatsniðurstöðum hefur batnað síðan 1998 en fullt samræmi er þó ekki komið á.

Samþykkt: 
 • 13.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ahrif umhverfis a kjotmat María Þórunn Jónsdóttir.pdf811.57 kBOpinnPDFSkoða/Opna