Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10825
Meginmarkmið þessa verkefnis er að ná niður umferðarhraða eftir Aðalgötunni í Ólafsfirði. Þeim markmiðum verður reynt að ná fram með hönnun sem tekur til sjónrænna áhrifa eftir þessari beinu og breiðu götu. Sjónræn áhrif taka ekki aðeins til götunnar sjálfrar og því nauðsynlegt að taka með í hönnunartillögur nærsvæði
Aðalgötunnar. Til að meta hversu stórt hönnunarsvæði nærsvæðis götunnar þyrfti að vera, var stuðst við hugmyndafræði Kevin Lynch um rýmisgreiningu. Greining fór fram á hugtökum hans um, mót mörk, línur, svæði og kennileiti í sjónlínu út frá Aðalgötunni. Kom í ljós við þessa rýmisgreiningu að hönnunarsvæði þyrfti að vera 50 metra út frá götubrúnum Aðalgötunnar á báða vegu. Eftir fyrsta þátt greiningarinnar, var gert mat á ásýnd og ástandi svæðanna með tilliti til fegurðar, upplifunar og notagildi. Við þetta mat skiptust svæði rýmisgreiningar í smærri svæði, allt eftir ástandi og ásýnd hverss svæðis fyrir sig. Áður en hönnunarferlið fór af stað var nauðsynlegt að gera greiningu á umferðarmannvirkjum götunnar í dag og taka mið af væntanlegri
umferð. Við þá greiningu var stuðst við hugmyndafræði norsku Vegagerðarinnar í úttekt þeirra á verkefnum sem höfðu verið gerð um þjóðvegi í þéttbýli (Fra riksveg til gate). Helstu niðurstöður áðurnefndra greininga og mats, er að ástand opinna svæða er mjög
slæmt, notkunargildi þeirra lítið vegna skorts á upplifunargildi einstaklinganna fyrir þessum svæðum. Umhverfi og ásýnd almenns vegfarenda í sjónlínu frá Aðalgötu er vægast sagt mjög dapurt, margir hlutir í niðurníðslu og almennt virðingarleysi fyrir
umhverfinu virðist vera almennt. Sú aðkoma í bæinn sem býður gesti velkomna er nöturleg og köld, á það við um báðar aðkomur í Ólafsfjörð. Greining á umferðarmannvirkjum skilaði ekki betri niðurstöðum en þær greiningar sem á undan er lýst, ein hraðatakmörkun fannst á þessari beinu, breiðu og löngu götu,
gangbrautir eru langt undir því sem gæti talist eðlilegur fjöldi. Bílastæði án afmörkunar og mörg þeirra beinlínis hættuleg, blind og hættuleg beygja er á Aðalgötunni sem þyrfti að lagfæra. Mikið er af tilbreytingarlausum opnum svæðum sem eykur umferðarhraða
ökumanna til muna, sú mikla breidd götunnar gerir gangandi vegfarendum erfiðara að þvera götuna. Þau umferðarmannvirki sem best komu út í umferðargreiningunni voru gangstéttir, gallinn við þær gangstéttir er að þær ná aðeins til 800 metra af þeim 1500
metrum sem Aðalgatan verður að lengd, eftir opnun Héðinsfjarðarganga. Í hönnunartillögum verkefnisins koma fram hugmyndir að lausnum við vandamálunum sem áður var lýst, gatan sjálf verði þrengd settar í hana hliðranir, þrengingar og
hringtorg, settar verði upp miðeyjar við gatnamót. Gangstéttir verði kláraðar frá Námuvegi að Ósbrú, gangbrautum verði fjölgað til muna, Aðalgatan verði færð tæpa 2 metra til austurs við Kirkjugarð til að víkka hættulega beygju á þeim stað. Götugögnum
og öðrum búnaði verði fjölgað til muna, tillaga er gerð um aðkomu í bæinn úr báðum áttum. Hönnunartillagan nær yfir öll opin svæði í 50 metra nálægð við Aðalgötuna, er þar lögð áhersla á að loka á langa sjónlínu, ýta undir upplifun og ná fram góðum sjónrænum áhrifum fyrir vegfarendann.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vignir.pdf | 18.48 MB | Opinn | Skoða/Opna |