is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1083

Titill: 
  • Greining og verðmat á Kjarnafæði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er unnið af þremur nemendum á þriðja ári við Rekstrar- og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og er það ígildi prófs í áfanganum Lok 1106.
    Verkefni þetta miðar að því að veita stjórnendum Kjarnafæðis vitneskju um hvers virði rekstur þess er. Starfssvið fyrirtækisins er í kjötiðnaði og framleiðir það afurðir úr íslensku hráefni. Markaðsaðstæður á kjötmarkaði eru erfiðar um þessar mundir, þar sem talsverðar hræringar hafa verið undanfarna mánuði. Stór fyrirtæki hafa verið að sameinast og önnur verið að kaupa hlut í samkeppnisaðilum. Þess vegna skiptir miklu máli að vita hvers virði rekstur fyrirtækisins er.
    Áður en hinir eiginlegu verðútreikningar eru gerðir verður farið yfir stöðu fyrirtækisins á markaðnum með aðferðarfræði SVÓT og Porters greininga. Í SVÓT er farið yfir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri fyrirtækisins en Porter greining sýnir samspil ýmissa rekstrarþátta.
    Við verðmætamatið verður notast við aðferð frjálssjóðsflæðis sem er fræðilega réttasta aðferðin við að meta virði fyrirtækja. Aðferð þessi byggir bæði á fortíð og framtíð. Fyrst þarf að skoða rekstrarsögu síðustu ára og síðan er gerð spá fram í tímann og verðmætið reiknað út frá niðurstöðu framtíðar sjóðsstreymis með núvirðingu.
    Í lok skýrslunnar verður fjallað um helstu niðurstöður þessarar rannsókna.
    Lykilorð:
     Kjötvinnsla
     Eyjafjörður
     Akureyri
     Stöðugreining
     Verðmætamat

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kjarnafaedi.pdf512.13 kBTakmarkaðurGreining og verðmat á Kjarnafæði - heildPDF
kjarnafaedi_e.pdf148.9 kBOpinnGreining og verðmat á Kjarnafæði - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
kjarnafaedi_h.pdf150.27 kBOpinnGreining og verðmat á Kjarnafæði - heimildaskráPDFSkoða/Opna
kjarnafaedi_u.pdf88.88 kBOpinnGreining og verðmat á Kjarnafæði - útdrátturPDFSkoða/Opna