is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10833

Titill: 
  • Farsælt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Sameiginleg einkenni fyrirtækja sem vegnar vel á hlutabréfamarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni voru teknar saman upplýsingar um fyrirtæki sem mynda Dow Jones vísitöluna, sem er samansafn fyrirtækja sem hefur vegnað vel á bandarískum hlutabréfamarkaði. Tilgangur ritgerðarinnar er að finna hvort þessi fyrirtæki hafi sameiginleg einkenni sem geti skýrt velgengni þeirra, með það að markmiði að íslenskir stjórnendur fyrirtækja geti nýtt sér niðurstöðurnar. Þannig geti þau dregið lærdóm af þeim fyrirtækjum sem ganga vel og tileinkað sér það besta úr starfssemi þeirra. Sérstaklega þau fyrirtæki sem eru að horfa til skráningar á íslenskan hlutabréfamarkað, núna þegar vonir standa til að endurreisa megi hann.
    Rannsóknin er aðallega eigindleg (e. qualitative) aðferð við greiningu fyrirtækjanna. Einnig voru kennitölur fyrirtækjanna skoðaðar. Að endingu er fjallað um íslenskan hlutabréfamarkað á tímamótum.
    Í eigindlegu greiningunni voru skoðuð atriði eins og stjórnskipulag, fyrirtækjamenning, starfsmannastefna og arðgreiðslustefna. Tölulegar upplýsingar um kennitölur voru einnig skoðaðar.
    Helstu niðurstöður eru að framúrskarandi fyrirtæki á hlutabréfamarkaði leggja höfuð áherslu á að vera í góðum tengslum við viðskiptavini sína og veita þeim góða þjónustu. Fyrirtækin hafa hannað þannig stjórnskipulag og skapað þannig fyrirtækjamenningu að þau geta brugðist skjótt við breytingum í umhverfinu og verið í takt við þarfir viðskiptavina sinna á hverjum tíma. Fyrirtækin setja fram skýra stefnu og framtíðarmarkmið. Auknar kröfur eru frá alþjóðasamfélaginu um að fyrirtæki séu ábyrg gagnvart umhverfi sínu. Fyrirtækin leggja áherslu á samfélags- og umhverfismál og setja fram skýra stefnu þar að lútandi. Flest fyrirtækin sem mynda Dow Jones hlutabréfavísitöluna eru gamalgróin og greiða tiltölulega hátt hlutfall af hagnaði í arð til eigenda sinna. Nokkur fyrirtæki eru ennþá í töluverðum vexti, sérstaklega upplýsingatæknifyrirtækin. Þau greiða út heldur lægra hlutfall í arð en fyrirtæki sem eru í hægari vexti. Kennitölur fyrirtækjanna sýna að þau eru öll mjög samkeppnishæf miðað við samkeppnisaðilana, sem staðfestir gott gengi þeirra.
    Íslensk fyrirtæki, sem eru að huga að skráningu á hlutabréfamarkað, þurfa að huga að því að traust til íslensks viðskiptalífs hefur borið hnekki. Það er mikilvægt að fyrirtækin sýni fram á að þau starfi á heiðarlegan hátt og sýni fram á ákveðið gagnsæi með öflugri upplýsingagjöf.

Samþykkt: 
  • 15.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Farsælt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði.pdf746.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna