is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10837

Titill: 
  • Grafreitir 21. aldar: athugun á kostum blandaðrar landnotkunar í Naustaborgum við Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að gera könnun á því hvort Naustaborgir sé hentugur staður fyrir grafreit á 21. Öldinni. Naustaborgir er útivistasvæði innan bæjarmarka Akureyrar. Svæðið er tilgreint sem óbyggt svæði í gildandi aðalskipulagi og vantar því nýja landnotkun. Nálgunin er að brjóta upp hið hefðbundna form kirkjugarða og sameina það svæði sem tilbúið er af
    náttúrunnar hendi, og býður upp á allt það sem nútíma grafreitur þarf upp á að bjóða. Tilurð verkefnisins má rekja til þess að Akureyringum vantar nýjan grafreit árið 2020, og kirkjugarðsyfirvöldum er mikið í mun að vel takist til með skipulag nýs garðs. Til þess að svara spurningum og fylgja markmiðum verkefnisins var gerð greining á landkostum Naustaborga, sögu þess og tækifærum. Höfundur vann eftir þekktum aðferðum um landslagsgreiningu og notfærði sér ýmis gögn til kortavinnslu og greininga. Landslagsgreining tekur stærsta hluta verkefnisins enda margir þættir sem skoða þarf til þess
    að fá rétta mynd af landkostum svæðisins. Í verkefninu er fjallað stuttlega um sögu þróun greftrunar til þess að gefa hugmynd um hvaða stefnu grafarsiðir eru taka. Þær ályktanir sem höfundur dregur út frá niðurstöðum verkefnisins eru ótvíræðar. Naustaborgir henta sem grafreitur, og getur einnig þjónað sem útivistasvæði. Með nýju skipulagi og bættum áherslum ætti vel að vera hægt að tvinna saman grafarsvæði og útivistasvæði, því ljóst er að grafreiti heimsækja fleiri lifandi en látnir.

Samþykkt: 
  • 15.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Birgir Örn Grafreitir 21.aldar2.pdf17.14 MBOpinnPDFSkoða/Opna