is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1084

Titill: 
 • Markaðsstofa Austurlands : greining og framtíðarsýn til ársins 2008
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Lykilorð: Austurland, atvinnuvegagreining, millibilsfyrirtæki, stefnumótun, markaðssetning ferðaþjónustu.
  Verkefnið fjallar um Markaðsstofu Austurlands (MA) og er gerð atvinnuvega- og samkeppnisgreiningu á markaðsskrifstofumarkaði. Framtíðarhorfur Markaðsstofunnar eru metnar með því að spyrja þá sem eru aðal styrktaraðilar hennar um skoðun þeirra á starfsemi hennar og framtíð. Að lokum eru niðurstöður þessara rannsókna teknar saman og mat lagt á framtíð Markaðsstofunnar. Rannsóknarspurningin er: Hver er staða MA og hver er framtíð hennar?
  1. Hver er staða MA miðað við aðrar markaðsstofur og upplýsingamiðstöðvar?
  2. Hver eru viðhorf og væntingar hagsmunaaðila?
  3. Hver ætti framtíðarsýn MA að vera?
  Um millibilsfyrirtæki er að ræða í þessari atvinnugrein, þau þurfa á framlögum að halda til að geta starfað. Óvissa ríkir í kringum áframhaldandi samstarf og hve mikið fjármagn verður látið í þau.
  Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi eru flest allir smáir í sniðum, með takmarkað fjármagn. Sveitarfélögin eru ekki stór og því með lítið ráðstöfunarfé. Kaupendur þjónustu Markaðsstofu Austurlands virðast vera ánægðir með störf hennar en þeir eru stjórnvöld og ferðaþjónustuaðilar.
  Niðurstaða skýrslunnar er sú að um óaðlaðandi atvinnugrein sé að ræða og litlir hagnaðarmöguleikar eða von um framlög nema árangur sé sjáanlegur. Árangur af starfsemi markaðsstofa sést ekki á skömmum tíma, það tekur 6-7 ár að meðaltali. Aðskilja þarf tjaldsvæðið frá starfsemi MA. Samvinna má vera með þeim en óæskilegt er að hafa samstarfið eins og það er í dag, þ.e.a.s. að tjaldsvæðið sé óbeint hluti af rekstri MA. Verkefni MA eru of mörg miðað við starfsmannafjölda. Því þarf að fækka verkefnum svo árangur náist, skýra stefnumörkun eða sækja meira fjármagn annarsstaðar frá og fjölga starfsmönnum. Nafni hennar mætti breyta í Ferðamálaskrifstofu eða Ferðamálastofu til að það sé lýsandi fyrir starfsemi þess.

Samþykkt: 
 • 1.1.2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
markadsstofaaust.pdf545.88 kBLokaðurMarkaðsstofa Austurlands - heildPDF
markadsstofaaust_megin.pdf387.7 kBOpinnMarkaðsstofa Austurlands - heild án viðaukaPDFSkoða/Opna