is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10841

Titill: 
 • Titill er á ensku Repeat spawning of the Atlantic salmon (Salmo salar) in various salmon rivers in Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Information on repeat spawning in Atlantic salmon stocks from eight various rivers in Iceland was analyzed, using data collected by the Institute of Freshwater Fisheries in Iceland. The rivers differ in characteristics as well as location based on bedrock and geographical area. Available data from these rivers was compiled but to answer the hypothesis, data from 1989 through 2006 was utilized. From available data repeat spawning reached up to 33% of catches in Botnsá (1949) and down to no returning
  spawners some years in individual rivers. The average (mean) proportion of repeat spawning in individual rivers over the study period ranged from 3,0% (Norðurá) to 9,8% (Stóra-Laxá). There was significant difference of average (median) proportion previous spawners between Stóra-Laxá and Þjórsá and Stóra-Laxá and Laxá in
  Aðaldalur but not between the other rivers. There was only significant reduction on the proportion previous spawners with time in Laxá in Aðaldalur (p = 0,013) and nearly in Miðfjarðará (p = 0,052); but none of the other rivers. In those two rivers
  that are in the northeast, time (y) explained 33% of % previous spawners (x). Proportion repeat spawning when rivers were divided by bedrock type (rivers in Plio-Pleistocene vs. Tertiary)
  did not differ significantly (p = 0,717) but when divided up
  by geography (south and west versus north and east) there was a significant difference (p = 0,049). The average (mean) proportion of females amongst the previous spawners over the study period ranged from 45,1% (Stóra-Laxá) to 98,9% (Þjórsá) and of males amongst the previous spawners from 1,1% (Þjórsá) and 54,9%
  (Stóra-Laxá). There were significantly more females in Þjórsá, Sog, Botnsá, Norðurá and Flekkudalsá but not in Stóra-Laxá, Laxá in Aðaldalur and Miðfjarðará. Over all the study rivers the average (mean) proportion of females was 66,4% and males
  33,0% with significantly more females (p = 0,001). When rivers were compaired there was significant difference of female/male proportion between Þjórsá and Laxá in Aðaldalur, Þjórsá and Stóra-Laxá and Þjórsá and Miðfjarðará. There was found difference in previous spawning between the rivers in this current study. Further studies are needed on more overall factors in the rivers and ocean connected to the life history of the salmon stocks in the rivers. Then we could possibly find the causes of variation in the trait of this vital part of the survival of Atlantic salmon stocks that repeat spawning is.

 • Endurtekin hrygning í nokkrum stofnum Atlantshafslaxins var rannsökuð í átta mismunandi ám á Íslandi með því skoða gögn frá Veiðimálastofnun. Árnar eru ólíkar að eiginleikum sem og staðsetningu út frá berggrunni og landshluta. Tiltækum
  gögnum frá þessum ám var safnað saman en til að svara tilgátum var notast við gögn frá 1989 til 2006. Hæsta hlutfall endurtekinnar hrygningar var 33% í Botnsá árið 1949 en mörg ár kom enginn lax aftur til hrygningar í einstökum ám. Meðaltal í
  hverri á fyrir sig yfir rannsóknartímann náði frá 3,0% (Norðurá) uppí 9,8% (Stóra-Laxá). Það var marktækur munur á miðgildi endurtekinnar hrigningar milli Stóru-Laxár og Þjórsár og svo Stóru-Laxár og Laxár í Aðaldal, en ekki á milli hinna ánna.
  Aðeins í Laxá í Aðaldal var marktæk fækkun (p = 0,013) á endurtekinni hrygningu með tíma og nálægt því í Miðfjarðará (p = 0,052). Í hinum ánum var ekki fylgni milli hlutfalls og tíma. Í þessum tveimur ám, sem eru á Norðausturlandi, útskýrði tími (y)
  33% af hlutfalli endurtekinnar hrygningar (x). Það var ekki marktækur munur (p = 0,717) á hlutfalli endurtekinnar hrygningar út frá berggrunni (móbergssvæði vs. blágrýtissvæði) en það var hins vegar marktækur munur (p = 0,049) þegar ánum var skipt eftir landshlutum (suður og vestur vs. norður og austur). Meðalhlutfall hrygna á meðal fiska sem voru að koma í annað skipti til hrygningar á rannsóknartímabilinu er frá 45,1% (Stóra-Laxá) upp í 98,9% (Þjórsá) á meðan meðalhlutfall hænga var á bilinu 1,1% (Þjórsá) og 54,9% (Stóra-Laxá). Það voru marktækt fleiri hrygnur í
  Þjórsá, Sogi, Botnsá, Norðurá og Flekkudalsá en ekki í Stóru-Laxá, Laxá í Aðaldal og Miðfjarðará. Þegar allar ár voru teknar saman var meðaltal hrygna 66,4% og hænga 33,0% þar sem hrygnur voru marktækt fleiri (p = 0,001). Þegar einstakar ár
  voru bornar saman mátti sjá marktækan mun á hlutfalli hrygna og hænga milli Þjórsár og Laxár í Aðaldal, Þjórsár og Stóru-Laxár og Þjórsár og Miðfjarðarár. Það fannst mismunur á milli vatnsfallanna í þessarri rannsókn. Þörf er á frekari rannsóknum með yfirgripsmeiri þáttum innan ánna og sjávarins með tengingu við
  lífssögu laxastofnanna í ánum. Þá gætum við hugsanlega fundið betri skýringar á breytilegum eiginleikum þessa nauðsynlega þáttar, endurtekinni hrygningu, í lífsafkomu stofna Atlantshafslaxins.

Samþykkt: 
 • 16.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halla_Repeat spawning_BS2008.pdf1.26 MBOpinnPDFSkoða/Opna