is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10845

Titill: 
 • Aðkoma stéttarfélaga að menntun og þjálfun starfsfólks á vinnumarkaði og Bologna ferlið
 • Titill er á ensku The influence of labor unions on education and training of their members, in relation to the Bologna process
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarritgerðarinnar var Í fyrsta lagi að kanna skrif fræðimanna um það hvort hugmyndafræði Bologna ferlisins um ævinám og starfshæfni hefur áhrif á eða auðveldar á einhvern hátt aðkomu stéttarfélaga að fræðslu og þjálfun starfsmanna á vinnumarkaði. Í öðru lagi að rannsaka hvort og með hvaða hætti stéttarfélög geta átt aðra aðkomu að því að bæta kjör félagsmanna sinna en með formlegum kjarasamningum.
  Í rannsókninni var stuðst við megindlegar og eigindlegar rannsóknir og einnig voru fyrirliggjandi töluleg gögn greind sérstaklega til að fá fram niðurstöður. Við umfjöllun og framsetningu niðurstaðna er lýsandi tölfræði beitt til að greina viðfangsefnin og ná fram ólíkum sjónarhornum á þau.
  Niðurstöður sýndu fram á jákvæð svör við þrjár af fjórum undirspurningum sem unnið var með. Fram kemur að því hærra sem menntunarstig svarenda er því líklegra er að þeir sæki sér viðbótarmenntun. Niðurstöður sýna að þeir sem hafa lokið fyrsta háskólaprófi eða námi umfram það hafa meiri áhuga á að stunda nám á næstu þrem árum en þeir hópar sem hafa skemmra nám að baki. Fram kom fram sterk vísbending um að þeir sem minnsta menntun hafa taki betur tilboði um nám sem kemur frá stéttarfélagi og beint er til hópsins.
  Af þeim hópi sem stundar nám samhliða starfi segjast 20% hafa fengið umbun í formi launahækkana eða framgangs í starfi. Þeir sem helst fá umbun eða framgang er fólk með styttri starfsaldur en 10 ár eða með menntunarstig hærra en framhaldsskólapróf. Fram kemur einnig að starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa umtalsverðan stuðning næsta yfirmanns til að efla hæfni sína. Fram kemur að 60% svarenda telja sig fá þann stuðning alltaf, oft eða frekar oft og 23% stundum. Niðurstaða fræðilegrar umfjöllunar og rannsókna þessarar ritgerðar er að sú áhersla sem stjórnvöld í Evrópu leggja á starfshæfni og ævinám, og fram kemur í Bologna ferlinu, sé í samræmi við hlutverk og eðli starfsemi stéttarfélaga. Einnig að það starf sem stéttarfélagið SSF hefur unnið að frá árinu 2000 sé beinlínis í samræmi við 6. markmiðið sem fram kemur í áætlun um Ísland 2020 sem ríkisstjórn Íslands setti fram í ársbyrjun 2011.

 • Útdráttur er á ensku

  The object of this thesis is firstly to analyse the ideas presented in the Bologne process on life long learning and employability and the impact of these ideas on the influence of labor unions on training and development of their members. Also to analyse whether labor unions can enhance the prosperity and quality of life of their members through other means than conventional general agreements.
  The research uses both quantitative and qualitative research, and new approach to analyzing existing data was used as a basis to put forward descriptive data in order to present results from different viewpoints.
  The conclusion is that the higher the education level of members is, the more likely it is that they seek more formal education. Those who have already finished their first university exam show more interest in studying along with their work over the next three years than do those less educated.
  A strong indication is shown that people with the least formal education are more likely to accept an education proposal coming from their union than if it comes from other sources, including the company they work for.
  Of the group already studying in the formal school system along with permanent job only 20% say they get remuneration for their increased education in the form of salary increase or job transfer to a better position. Those most likely to report having got remuneration or progress in job are people with tenure less than 10 years or education level above secondary school.
  The conclusion of this work is that the emphasis put on employability and life long learning expressed in the Bologna process is in accordance with the role and nature of labor union operations. Also that the work performed by SSF, the Union of finance employees in Iceland, since 2000 is in direct sync with the 6th goal for 2020 set by the government of Iceland and put forward in January 2011.

Samþykkt: 
 • 20.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSRitgerðSigAlb_Lokaeintak.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Aðgangur er opinn og öllum heimill en notendur vinsamlega geti heimilda