is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10854

Titill: 
  • Afræningjar í tjarnavistkerfum: klukkur og hornsíli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meðal helstu afræningja í tjörnum hér á landi eru án efa hornsíli, vatnaklukkur og ýmsir aðrir hópar hryggleysingja. Þetta á einkum við tjarnir þar sem stærri fiskur s.s. bleikja þrífst ekki. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar sem varpa ljósi á fæðuvefi tjarna hérlendis. Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér er fjallað um var að kortleggja útbreiðslu og mæla magn hornsíla og vatnaklukkna í tjörnum í mismunandi hæð yfir sjávarmáli og á mismunandi berggrunni. Rannsóknin náði til sex svæða, þrjú þeirra voru á láglendi og þrjú ofan við 300 m hæð yfir sjó (hálendi). Fór rannsókn þessi fram á árunum 2004 til 2008. Láglendissvæðin voru við Berufjörð í Reykhólahreppi, Hjaltastaðaþinghá á Úthéraði og í fuglafriðlandinu í Flóanum. Hálendissvæðin voru á Þorskafjarðarheiði, Fljótsdalsheiði og í Þúfuveri í Þjórsárverum. Alls voru kannaðar 114 tjarnir, á bilinu 14 til 26 á hverju svæði. Sýnatökur voru frá júnílokum og fram í júlíbyrjun. Hornsíli veiddust aðeins á láglendu svæðunum. Einna mest veiddist af hornsílum í votlendi við Hríshól í Berufirði. Brunnklukkur veiddust á öllum svæðum en grænlandsklukkur fundust ekki á Þorskafjarðarheiði og í Flóanum. Töluverð skörun var á milli útbreiðslu brunnklukkna og grænlandsklukkna. Mjög lítil skörun var hinsvegar á útbreiðslu hornsíla og grænlandsklukkna. Aðeins örfá dæmi voru um að þessar tvær tegundir veiddust í sömu tjörn. Í votlendi við Hríshól veiddust 297 síli og 3 grænlandsklukkur og í Hjaltastaðaþinghá veiddust 34 síli og 1 grænlandsklukka. Í ljós kom mikill munur á tegundasamsetningu dýra í tjörnunum, sem m.a. var háð því hvort þær voru staðsettar á hálendi eða láglendi. Ennfremur kom í ljós munur á milli tjarna innan sama svæðis, sem m.a. fólst í að í tjörnum við Hríshólsvatn í Berufirði veiddust hornsíli í öllum tjörnum nema einni og í Flóanum í öllum tjörnum. Í Hjaltastaðaþinghá veiddust hornsíli í sex tjörnum af tuttugu og má búast við að þar hafi tjarnir þornað upp árið áður, eða botnfrosið. Lengdardreifing sílanna bendir til að um tvo árganga sé að ræða.

Samþykkt: 
  • 21.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Bryndís Haraldsdóttir.pdf1.53 MBOpinnPDFSkoða/Opna