is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10856

Titill: 
 • Titill er á ensku Barley pathogens in Iceland: Identification, virulence and genetic structure of major barley pathogens in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Leaf samples were collected from 27 barley fields in Iceland in August 2007 in order to analyze the diversity of fungal species growing on barley. Twelve fungal species were found on 277 successfully analyzed leaves, including two widespread barley pathogens, Rhynchosporium secalis and Pyrenophora teres f. teres, the causal agents of scald and net blotch, respectively. The genetic structure of the Icelandic R. secalis population was
  studied using thirteen microsatellite markers and results compared to six European R. secalis populations. The genetic structure of P. teres was examined with four AFLP markers and compared to populations from Finland and Russia. Both studies revealed a significant differentiation between the Icelandic and European populations. The mean Fst value between the Icelandic R. secalis population and five Scandinavian populations was 0.165 and pairwise differentiation between the P. teres populations from Iceland and Finland was 0.640. Of the P. teres populations analyzed the gene diversity was highest in Iceland, with a value of 0.26, compared to 0.17 and 0.04 in the Russian and Finnish
  populations, respectively. The gene diversity in the seven R. secalis populations ranged from 0.43-0.73 and was 0.55 in Iceland. The distribution of genetic diversity was notably
  different for the R. secalis and P. teres populations as 84% of the total diversity was distributed within populations and only 16% between populations for R. secalis where as more than half of the total genetic diversity, or 51%, was distributed between the P. teres populations and only 49% distributed within the three populations. The existence of mating types 1 and 2 at the same locations was confirmed in both R. secalis and P .teres populations from Iceland, providing evidence of sexual reproduction. The virulence of Icelandic R. secalis and P. teres populations was assessed on a number of standard barley
  genotypes. Both populations had high pathogenic variation. Fourteen R. secalis isolates were grouped into eleven pathotypes and twenty P. teres isolates were grouped into nineteen pathotypes. None of the barley cultivars currently used in Iceland were resistant to a mixture of Icelandic P. teres isolates. These findings suggest that the Icelandic R. secalis
  and P. teres populations possess high variability both in neutral molecular markers and virulence, supporting the classification of both R. secalis and P. teres as high risk pathogens with considerable evolutionary potential. It is therefore recommended to use quantitative resistance along with major gene resistance in cultivar mixtures and multilines in breeding projects for durable resistance to R. secalis and P. teres in Iceland.

 • Blöðum var safnað úr 27 byggökrum á Íslandi í ágúst 2007 til þess að greina tegundafjölbreytileika sveppa á byggi. Tólf mismunandi sveppategundir fundust á þeim 277 blöðum sem greind voru, þar á meðal voru tveir vel þekktir byggsýklar, Rhynchosporium secalis og Pyrenophora teres f. teres sem valda augnblett og byggbrúnflekk. Erfðasamsetning R. secalis var rannsökuð með þrettán örtunglum og niðurstöðurnar bornar saman við sex evrópska R. secalis stofna. Erfðasamsetning P. teres var skoðuð með fjórum AFLP erfðamörkum og borin saman við stofna frá Finnlandi og
  Rússlandi. Báðar rannsóknirnar sýndu marktæka aðgreiningu milli íslensku og evrópsku stofnanna. Meðal Fst gildið milli íslenska R. secalis stofnsins og fimm stofna frá Skandinavíu var 0.165 og aðgreiningin milli P. teres stofnanna frá Íslandi og Finnlandi var
  0.640. Genabreytileikinn í P. teres stofnunum var hæstur á Íslandi, 0.26, samanborið við 0.17 í Rússlandi og 0.04 í Finnlandi. Genabreytileikinn í R. secalis stofnunum var á bilinu
  0.43-0.73 og 0.55 á Íslandi. Töluverður munur var á dreifingu erfðabreytileikans hjá R. secalis og P. teres stofnunum. Af heildarbreytileikanum í R. secalis stofnunum var 84% breytileikans innan stofna en einungis 16% milli stofna samanborið við P. teres stofnana þar sem 51% heildarbreytileikans var milli stofna en 49% innan stofnanna þriggja. Bæði mökunargerð 1 og 2 fannst á sama sýnatökustað hjá báðum stofnum sem gefur vísbendingu um að kynbundin æxlun geti farið fram. Sýkingarhæfni íslensku R. secalis og P. teres stofnanna var metin á völdum byggyrkjum. Mikill breytileiki í sýkingarhæfni fannst hjá
  báðum tegundum. Fjórtán R. secalis sýni voru greind í ellefu sýkingarafbrigði og tuttugu P. teres sýni voru greind í 19 sýkingarafbrigði. Ekkert af þeim byggyrkjum sem algengast er í
  notkun á Íslandi í dag var þolið gegn blöndu íslenskra P. teres afbrigða. Þessar niðurstöður benda til þess að íslenskir R. secalis og P. teres stofnar séu með mikinn breytileika, bæði í
  hlutlausum erfðamörkum og sýkingarhæfni, sem styður flokkun bæði R. secalis og P. teres meðal hættulegra plöntusýkla með umtalsverða þróunarhæfni. Því er mælt með því að nota magnbundnar varnir ásamt varnargenum í yrkjablöndum og fjöllínum í kynbótum fyrir varanlegu þoli gagnvart R. secalis og P. teres á Íslandi.

Styrktaraðili: 
 • The Farmers Association of Iceland
  Agricultural Productivity Fund
Samþykkt: 
 • 21.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LBHI_MSc_TryggviStefansson_v2.pdf1.35 MBOpinnPDFSkoða/Opna