is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1086

Titill: 
 • Er koldíoxíð markaðsvara?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íslendingar eru á meðal þeirra þjóða sem hafa gengist undir alþjóðasamninga sem stuðla að takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Markmið þjóðarinnar fyrir árin 2008-2012 er að losa ekki meira en 3,1 milljón tonna, mælt í koldíoxíð einingum, á hverju ári á tímabilinu. Langmest er losunin á koldíoxíði en hún er umfjöllunarefni þessarar ritgerðar.
  Þegar hin svokallaða Kyoto-bókun verður samþykkt er í raun komið þak á mögulega heildarframleiðslu í landinu miðað við núverandi ástand í mengunarvörnum. Við þær aðstæður er mjög mikilvægt að framleiðsla sé framkvæmd á hagkvæmasta hátt svo hagkerfið nái sem mestum afköstum. Þá kemur upp sú spurning hvernig eigi að útdeila þessum auðlindum, það er, hverjir eiga að framleiða og hve mikið.
  Þáttur sjávarútvegs er um þriðjungur af koldíoxíð losun Íslendinga. Hann er stór hagsmunaþáttur í þjóðarbúskapnum, um helmingur af útflutningsverðmæti vöru og þjónustu og um einn fjórði af landsframleiðslu er tilkominn hans vegna. Olíunotkun íslenska fiskiskipaflotans hefur aukist mikið frá 1983 þegar vísir að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekinn upp. Í ritgerðinni er rætt um mögulega upptöku koldíoxíð kvóta fyrir fiskiskip sem seldur yrði á frjálsum markaði. Það er skoðun höfundar að með þeirri leið við útdeilingu auðlindarinnar náist bestur árangur í nýtingu hennar. Gott dæmi um vel heppnaðan markað með gróðurhúsalofttegundir er bandaríski súlfat markaðurinn, en losun súlfats þar hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent síðan 1980.
  Á markaðnum mun verð á kvótanum aðlagast framboði og eftirspurn. Í ritgerðinni eru framkvæmdir útreikningar þar sem fundið er lágmarksverð sem ríkið getur sætt sig við. Einnig er greiðslugeta sjávarútvegsfyrirtækja skoðuð og reynt með því að spá í mögulegt verð á koldíoxíð kvóta. Lágmarksverð sem var fundið er 475 krónur fyrir losun á einu tonni af koldíoxíði. Greiðslugeta fyrirtækjanna er hinsvegar mismunandi og reiknað er með að þau geti borgað á bilinu 2.300 til 5.500 krónur fyrir hvert tonn.
  Lykilorð: Koldíoxíð, fiskveiðistjórnun, kvóti, náttúruauðlindir, olíunotkun.

Samþykkt: 
 • 1.1.2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
erkoldiox.pdf326.4 kBOpinnEr koldíoxíð markaðsvara? - heildPDFSkoða/Opna