is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10862

Titill: 
 • Hreyfigreining á feti og tölti íslenskra hrossa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknin var gerð til að meta eiginleika gangtegundanna fets og tölts og fylgni á milli einstakra þátta hjá þessum tveimur gangtegundum. Í rannsóknina voru notaðir níu skólahestar á Háskólanum á Hólum og voru þeir teknir upp á myndband á feti og tölti, þrjár ferðir í senn á hvorri gangtegund, í þrjá daga. Notuð var venjuleg upptökuvél. Gögnin voru greind í hug-búnaði frá KINE sem heitir KineView. Nákvæmni við greininguna er 50 rammar á sekúndu (50Hz). Hestunum var riðið á löngum taum á frjálsu feti. Á tölti var reynt að finna hentugasta hraða fyrir hvern og einn hest, þar sem hann var sem jafnastur og í bestu jafnvægi, án of mikilla ábendinga frá knapa. Alls voru greind 81 skref á feti og 81 skref á tölti. Mældar voru skreflengdir hestanna, ásamt hraða, skreftíma og tímasetning niðurkomu fóta.
  Meðalhraði á tölti var 3,54 m/s, meðal skreflengd 1,91m og meðal yfirstig 0,47m. Hámarktæk fylgni var á milli hraða, skreflengdar og yfirstigs. Skreftími var að meðaltali 554 ms og reyndist stöðutími fóta að aftan marktækt lengri en að framan, eða DF=0,48 á móti DF=0,44. Stöðutími fóta hafði neikvæða fylgni við hraða.
  Hliðstæður tvístuðningur var mældur og reyndist hann marktækt lengri en skástæður tví-stuðningur, 50,8% á móti 32,1% . Taktur hrossanna var metinn og reyndist meiri hliðstæð tenging á tölti en skástæð, tími á milli snertingar hliðstæðra fóta var 22,3%, en tími milli snertingar skástæðra fóta var 27,7% Meðalhraði á feti var 1,59 m/s, meðal skreflengd 1,60m og meðal yfirstig 0,20m. Ekki mældist fylgni milli hraða og skreflengdar eða yfirstigs. Skreftími var að meðaltali 1032 ms. Ekki var marktækur munur á stöðutíma aftur- og framfóta, og var DF=0,63 fyrir bæði aftur-fætur og framfætur. Hliðstæður tvístuðningur var meira en tvöfalt lengri á feti en skástæður tvístuðningur; 33,47% á móti 14,55%. Taktur á feti var einnig metinn og var styttri tími á milli snertingar hliðstæðra fóta en skástæðra fóta; 20,44% á móti 29,57%. Lítil fylgni fannst milli fets og tölts hjá einstökum hestum. Veik fylgni fannst á skreflengd, hliðstæðs tvístuðnings og skástæðs tvístuðnings milli gangtegunda. Ekki fannst fylgni á takti milli gangtegunda hjá einstökum hestum.

Athugasemdir: 
 • Útskrift frá:
  Háskólanum á Hólum - Hestafræðideild
  Landbúnaðarháskóla Íslands - Auðlindadeild
Samþykkt: 
 • 23.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Gunnar Reynissonx.pdf687.25 kBOpinnPDFSkoða/Opna