is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10884

Titill: 
 • Leikskóli margbreytileikans : sérkennsla í nýju ljósi : starfsþróunarverkefni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta fjallar um starfendarannsókn í tengslum við starf mitt sem sérkennslustjóri á leikskóla. Verkefnið gekk út á það að gera sérkennsluna að eðlilegum þætti í daglegu starfi leikskólans Sólborgar á Ísafirði. Með eðlilegum þætti á ég við að sérkennsla og þjónusta við börn með sérþarfir var gerður hluti af því gæðastarfi sem fram fór á leikskólanum en ekki sem aðgreinandi þáttur þar sem unnið var með börn í einkatímum. Megintilgangur verkefnisins var að finna leiðir til að sinna sérkennslu í hópum og í gegnum leik í daglegu starfi. Börn sem þurfa á sérkennslu að halda eru börn sem þurfa viðbótarkennslu og/eða stuðning í leikskólanum, hvort heldur er vegna þessa að barn þarf örvun af einhverju tagi, vegna fötlunar eða annarra orsaka. Einnig kann að vera að börn þurfi aðstoð vegna málþroska, tals eða framburðar.
  Rannsóknarspurningarnar í verkefninu voru þessar:
   Hvernig get ég gert viðfangsefni sérkennslunnar að eðlilegum þætti í daglegu starfi leikskólans og unnið að markmiðum sérkennslu í hópum, bæði á deild og á Tungu (sérkennslustofu)?
   Hvaða leiðir fer ég til þess að ná námsmarkmiðum einstakra barna í gegnum leikinn, í hópum og í samstarfi við kennara á deild?
   Hvernig get ég breytt þeim aðferðum og vinnubrögðum sem ég hef viðhaft undanfarin ár þannig að leikskólinn endurspegli betur hugmyndir um skóla án aðgreiningar?
  Í ritgerðinni er fjallað er um hugmyndir um skóla án aðgreiningar, bæði fræðilegar hugmyndir og hvernig þær birtast í lögum, reglugerðum, sáttmálum og námskrám. Í þessu verkefni flétta ég saman hugmyndir um skóla án aðgreiningar og hugmyndir um fjölmenningarlega kennslu því báðir þessir hugmyndastraumar leggja áherslu á að börn séu fullgildir þátttakendur í öllu skólastarfi. Að mínu mati er um mjög þarft verkefni að ræða því öll börn eiga rétt á því að njóta samvista við önnur börn í eðlilegum aðstæðum.
  Gögnum var safnað á þriggja mánaða tímabili og eru þau ítarleg dagbók sem rannsakandi hélt meðan á verkefninu stóð, teymisfundir sem haldnir voru í skólanum á sama tímabili, auk skráninga í hópavinnu. Þátttakendur í rannsókninni voru öll börn á leikskólanum Sólborg sem þurftu á sérkennslu að halda skólaárið 2010 – 2011, auk þeirra barna sem þátt tóku í hópavinnu sem sett var upp í tengslum við þarfir einstakra barna. Börnin voru á aldrinum 2 – 6 ára og voru á öllum fjórum deildum leikskólans. Kennarar leikskólans voru óbeinir þátttakendur í verkefninu þar sem um aukið samstarf var að ræða í tengslum við sérkennslu í gegnum daglegt starf leikskólans.
  Niðurstöður þessa verkefnis benda eindregið til þess að mögulegt hafi reynst að ná markmiðum einstakra barna í sérkennslu, í hópum, í gegnum leik og í gegnum daglegt starf leikskólans. Auk þess reyndist hið nýja form á sérkennslunni ánægjulegt fyrir alla sem tóku þátt, bæði börnin og mig sjálfa. Eins varð fljótlega ljóst að fleiri börn nutu góðs af sérkennslunni þar sem hægt var að sinna fleiri börnum sem að öllu jöfnu fengu ekki sérkennslu.
  Áþreifanlegasti árgangurinn var sá að börnin höfðu gaman af og skemmtu sér í allri vinnu sem sett var fyrir þau í gegnum leikinn. Auk þessa nýttust þær nýju starfsaðferðir sem ég viðhafði í sérkennslu fleiri kennurum og leituðu þeir í kjölfarið meira til mín en áður varðandi mál barna sem ekki voru í sérkennslu. Ástæðu þess má rekja til þess að starf mitt varð sýnilegra og viðvera mín á deildum var meiri en áður.

 • Útdráttur er á ensku

  This project focuses on an action research related to my work as director of special education in preschool. The project focuses on how to make special education part of the normal aspects of daily activities in Sólborg preschool. I mean with normal aspects of daily activities, special education and services for children with special needs was made part of the everyday quality work carried out in the preschool. Instead of an isolated factor where I worked with children in private lessons. The main purpose of the project was to find ways to address special needs training through play and through daily work. Children who need special education are children who need additional instruction and / or support in the preschool, whether it is for reasons that a child needs stimulation due to some kind of disability or because of other reasons. It may also be that children need help with language development, speech or pronunciation.
  Research questions of the project were:
   How can I make projects of special needs education part of the normal aspects of daily preschool activities and achieving the aim of special needs goals in groups, both in class and in Tunga (special needs education classroom)?
   Which means can I use to achieve the goals of individual children through play, in groups and in collaboration with teachers in the classroom?
   How can I change the methods and procedures that I have practiced in recent years to better reflect the concept of inclusive school?
  In this paper I examine the concept of inclusive education, both theoretical concepts and how they appear in laws, regulations, treaties, and Icelandic curriculum. I integrated together ideas about inclusive schools and the concept of multicultural education, for both of these trends emphasize the idea that children shall be full participants in all school activities. In my opinion, there is a need for a project like this because all children have the right to enjoy being with other children in natural environments.
  Data was collected over a three month period and they include a detailed diary kept by the investigator during the project, team meetings held at the preschool during the same period, and written records made in group sessions. Participants in the study were all children in Sólborg preschool requiring special education in the academic year 2010 - 2011, all the children participating in group work. The children were aged 2 to 6 years and were in all four divisions of the preschool. The preschool teachers were indirect participants in the project because of increased cooperation in the context with special education in the preschool through daily practice.
  The results of this project strongly suggest that it is possible to achieve the goals of individual children in special education, in groups, through play and through daily activities in the preschool. Furthermore, the new form of special education turned out to be very enjoyable for everyone involved, both children and myself. It also became clear very soon that more children benefited from special education, since I was able involve more children in special education training, children who normally did not receive any special training. The most concrete result was that the children had fun and enjoyed all the work set for them through play and games. In addition my new working methods in special education became useful for the other teachers and as a result they sought more to me than before on issues concerning children who were in special education. The reason for that is that my work became more visible and my presence in the class was much more than before.

Samþykkt: 
 • 28.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikskóli margbreytileikans Prentun loka.pdf865.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna