is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10886

Titill: 
 • Foreldrasamstarf í leikskólum : mikilvægi, hlutverk og umhverfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar, sem liggur til grundvallar þessari ritgerð, var að afla þekkingar á hvað leikskólakennarar telja vera mikilvægast varðandi foreldrasamstarfið, hvert hlutverk þeirra er og hvaða þættir í umhverfi leikskólans þeir álita að hafi áhrif á samstarfið.
  Mikilvægi foreldrasamstarfs byggir að mati fræðimanna á þeim grunni að börn læri frá fæðingu í umhverfi sem mótað er af foreldrum þeirra. Hlutverk leikskólans er síðan að stuðla að því að skapa samfellu í reynslu barna frá heimili í leikskóla. Samstarfið er talið þurfa að byggja á gagnkvæmu trausti, sameiginlegri ábyrgð og ákvarðanatöku. Fræðimenn telja að ýmsir þættir í ytra umhverfi leikskóla hafi áhrif á foreldrasamstarfið og þar með á þroska barna. Þessir þættir eru meðal annars vinnutími foreldra og það lagalega umhverfi sem leikskólanum er gert að vinna eftir.
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og fór gagnaöflun fram með viðtölum í þrem leikskólum Reykjavíkurborgar í byrjun árs 2011.
  Niðurstöður benda til að það sem leikskólakennarar telja vera mikilvægast varðandi foreldrasamstarfið sé vellíðan, traust og öryggi. Mikilvægi og hlutverk leikskólakennara fara að einhverju leyti saman því að til að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna er talið mikilvægt að byggja upp traust á milli foreldra og leikskóla með daglegum jákvæðum samskiptum.
  Niðurstöður benda einnig til að ekki séu sett fram sameiginleg markmið með foreldrasamstarfinu. Einnig kemur fram í niðurstöðum að leikskólakennarar líti svo á að þættir í ytra umhverfi leikskólans hafi takmörkuð áhrif á foreldrasamstarfið en þættir tengdir menningu leikskólans hafi áhrif á framkvæmdina.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the research was to discover what preschool teachers believe are the most important factors regarding cooperating with parents, what their role is and what factors in the preschool environment affect the cooperation.
  The importance of parent cooperation is based on the scholarly view that children learn from birth in an environment shaped by their parents. The role of the preschool is then to create a continuous learning experience that connects the home environment and the preschool. The cooperation should be built on mutual trust, shared responsibility and decision making.
  Scholars believe that several factors in the preschools‘ outer environment affect the parent cooperation and therefore the children’s development. These factors include among others, the parents‘ working hours and the legal environment of the preschool. Qualitative research methods were used and the data gathering was conducted in three preschools in Reykjavík in the beginning of the year 2011.
  The results indicate that preschool teachers believe that the most important factor regarding parent-teacher cooperation is wellbeing, trust and security. The importance of the cooperation and the role of the preschool teacher is in some ways the same; that is to tend to the children’s wellbeing and security. Thus it is important to build up trust between parents and preschool teachers with daily positive communication. The results also indicate that preschool teachers believe that factors in the
  outer environment of the preschool have limited effect on parent
  cooperation, but factors connected to the preschool‘s culture can affect the parent cooperation.

Samþykkt: 
 • 28.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Björk Jóhannsdóttir-nytt-endanlegt - 4. feb. 2012.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna