Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10888
Íslenska þjóðernisstefnan sem varð til á nítjándu öld og fyrri hluta tuttugustu aldar var sumpart frábrugðin þeirri sem þróaðist víðast hvar annars staðar í Evrópu í kjölfar upplýsingarinnar. Íslenska þjóðríkið var að vissu leyti frekar grundvallað á
sjálfstæði þjóðarinnar og einkar sterkri þjóðerniskennd heldur en á rétti einstaklinga.
Eigi að síður var sjálfstæðisbarátta Íslendinga órofa hluti af alþjóðlegri þróun. Óttinn við að glata fullveldinu hefur allar götur frá því að fullveldið fékkst litað íslenska
stjórnmálaumræðu og þjóðernisstefnan hefur gegnt lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Ekki síst sökum þessarar sérstöku þjóðernisstefnu getur verið erfitt fyrir íslenska stjórnmálamenn að tala fyrir aðild að Evrópusambandinu.
The understanding of Icelandic nationalism that was created in the 19th century and the first half of the 20th century was in a way different from the nationalism that developed in Europe with the Enlightenment. The Icelandic nationstate was rather based on the concept of independence and strong nationalism than on
individual rights. The Icelandic independence struggle was nonetheless an integral part of a broader international trend. Nationalism and the fear of losing sovereignty has played a key role in Icelandic politics ever since. Not least because of this special quality to Icelandic nationalism and the strong emphasis on sovereignty, it has been difficult for Icelandic politicians to advocate membership in the EU.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eirikur_Einarsson_1.pdf | 208.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |