is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1089

Titill: 
 • Stefnumiðuð mannauðsstjórnun í opinberri stjórnsýslu : rannsókn á Húsavíkurbæ
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lykilorð
  Opinber stjórnsýsla – Mannauðsstjórnun – Stefnumiðuð mannauðsstjórnun – Kjarnafærni – Stofnanamenning – Árangursrík starfsmannastjórnun – Samþætting viðskiptastefnu við starfsmannastefnu
  Í rannsókninni er spurt hvort innleiðing á stefnumiðaðri mannauðsstjórnun sé raunhæfur stjórnunarvalkostur í rekstrarumhverfi sveitarfélags, hvaða áhrif geta hlotist af slíkri innleiðingu og hvort stefnumiðuð mannauðsstjórnun í opinberri stjórnsýslu sé raunhæf leið til markvissari starfsmannastjórnunar.
  Fjallað er um þær kenningar sem viðurkenndar eru um mannauðsstjórnun og ýmis líkön sem hafa verið sett fram, svo sem líkan Michigan-hópsins, Harvard-hópsins og kortlagingar Johns Storeys og Davids Guests. Mannauðsstjórnun er borin saman við hefðbundna starfsmannastjórnun og þjóðfélagslegur aðdragandi mannauðsstjórnunarkenninga kannaður. Stefnumiðuð stjórnun er skoðuð í samhengi við stefnumiðaða mannauðsstjórnun og sameiginlegir þættir þeirra kannaðir. Áður en fræðilega kaflanum lýkur er svo hugtakið kjarnafærni skilgreint.
  Aðferðafræðin sem stuðst er við er leitandi rannsókn (e. exploratorial study), stuðst er við þau gögn sem liggja fyrir um starfsemi opinberrar stjórnsýslu og tekin viðtöl við stjórnendur og starfsmenn Húsavíkurbæjar.
  Í rannsóknarkaflanum er gerð greining á ytra umhverfi Húsavíkurbæjar m.t.t. laga, reglugerða og samþykkta og tengsla stjórnsýslunnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélög. Gerð er SVÓT-greining á mannauði Húsavíkurbæjar. Greining á innra umhverfi felur í sér m.a. athugun á hlutverkum stjórnenda, stjórnskipulag innan skipulagsheildarinnar, greiningu á stofnanamenningunni og kjarnafærni stjórnenda og starfsmanna, athugun á starfsmannastefnu, launamálum og fjölskyldustefnu. Því næst er kannað hvað þarf að gera til að Húsavíkurbær taki upp anda mannauðsstjórnunar og loks er tekin afstaða til þess hvort innleiðing stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar sé raunhæfur valkostur hjá Húsavíkurbæ.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stefnumidudmannaudsstj.pdf1.34 MBLokaðurStefnumiðuð mannauðsstjórnun í opinberri stjórnsýslu - heildPDF
stefnumidudmannaudsstj_e.pdf164.85 kBOpinnStefnumiðuð mannauðsstjórnun í opinberri stjórnsýslu - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
stefnumidudmannaudsstj_h.pdf140.02 kBOpinnStefnumiðuð mannauðsstjórnun í opinberri stjórnsýslu - heimildaskráPDFSkoða/Opna
stefnumidudmannaudsstj_u.pdf133.31 kBOpinnStefnumiðuð mannauðsstjórnun í opinberri stjórnsýslu - útdrátturPDFSkoða/Opna