is Íslenska en English

Grein

Háskólinn á Bifröst > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10892

Titill: 
 • Áframhald alþjóðavæðingar íslenskra fyrirtækja í samvinnu við alþjóðafjármálastofnanir í skugga bankakreppu
Útgáfa: 
 • 2008
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hafa mörg íslensk fyrirtæki verið að alþjóðavæða starfsemi sína. Ljóst er að íslensk fyrirtæki hafa yfir að ráða þekkingu og reynslu sem gæti nýst á nýmörkuðum í framtíðinni, ekki síst í orkumálum. Orkuframkvæmdir eru
  oft fjármagnsfrekar og hafa langan endurgreiðslutíma. Vegna yfirstandandi bankakreppu verður fjármögnum verkefna á nýmörkuðum mun vandasamari en áður var og því má telja að fjármögnun verkefna í samvinnu við alþjóðafjármálastofnanir sé
  kostur sem íslensk fyrirtæki þurfi að skoða í vaxandi mæli. Alþjóðafjármálastofnanir leggja almennt áherslu á samstarf við einkafyrirtæki til að stuðla að auknum hagvexti og minni fátækt í heiminum. Þjónustan sem þessar stofnanir bjóða einkafyrirtækjum
  er t.d.: (i) fjármögnun í formi eiginfjár þátttöku og/eða láns, (ii) tryggingar gegn stjórnmálaáhættu, (iii) tækniaðstoð, (iv) ráðgjöf og/eða upplýsingar. Í þessari grein verður fjallað um þessa þjónustu alþjóðafjármálastofnana við einkageirann á
  nýmörkuðum og rætt um í hvaða tilvikum samstarf við þessar stofnanir geti nýst íslenskum fjárfestum. Þær stofnanir sem verða skoðaðar eru: (i) Alþjóðabankinn, (ii) Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu (iii) Þróunarbanki Asíu, (iv) Þróunarbanki
  Ameríku og (v) Þróunarbanki Afríku.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years many Icelandic companies have been going through a
  process of internationalization. It is clear that Icelandic companies possess knowledge and experience that could be useful in emerging markets in the future, including in the energy sector. Energy projects are often capital intensive and have long repayment periods. Because of the ongoing banking crisis project financing in emerging markets will be more problematic than before and therefore project funding in partnership with international financial institutions could be an option which Icelandic firms increasingly need to consider. International financial institutions generally emphasize partnership with the private sector to increase economic growth and reduce poverty
  in the world. The services that international financial institutions offer are, for example: (i) equity financing and/or loans, (ii) investment guarantees against political
  risks (or non-commercial risks), (iii) technical assistance, and (iv) advisory services and/or information. This article will discuss the services that international financial institutions offer the private sector in emerging markets and in which cases this service could be useful for Icelandic investors. The institutions discussed will be: (i) the World Bank Group, (ii) the European Bank for Reconstruction and Development,(iii) the Asian Development Bank, (iv) the Inter-American Development Bank, and (v) the African Development Bank.

Birtist í: 
 • Bifröst Journal of Social Science / Tímarit um félagsvísindi. 2008, 2(1) : 167-178
ISSN: 
 • 1670-7796
Athugasemdir: 
 • Þjóðmálagreinar / Policy articles
Samþykkt: 
 • 29.2.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hilmar_Tor_Hilmarsson.pdf196.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna