is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1090

Titill: 
  • Áhrif fyrirtækja- og þjóðmenningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í rekstar – og viðskiptadeild við Háskólann á Akureyri. Í því er fjallað um þjóðmenningu og fyrirtækjamenningu og tengslin á milli þessara tveggja menninga. Einnig er fjallað um íslenska þjóð - og fyrirtækjamenningu og tengsl hennar við útrás íslenskra fyrirtækja.
    Í upphafi voru settar fram eftirfarandi rannsóknarspurningar:
     Hvað er þjóðmenning og skiptir hún einhverju máli?
     Er til fyrirtækjamenning og skiptir hún einhverju máli?
     Eru tengsl á milli þjóðmenningar og fyrirtækjamenningar?
     Er til íslensk þjóðmenning og fyrirtækjamenning?
     Eru menning og fyrirtækjamenning á íslandi á einhvern hátt hamlandi við útrás íslenskra fyrirtækja?
    Leitast var við að svara þessum spurningum með fræðilegri umfjöllun úr ýmsum heimildum svo sem bókum og rannsóknum, ásamt því að tekin voru viðtöl við fólk úr íslensku atvinnulífi.
    Hver þjóð samanstendur af einstaklingum með svipuð gildi. Þessi gildi eru ólík á milli landa og því er til sérstök menning sem einkennir hverja þjóð. Hvert fyrirtæki hefur einnig sína sérstöku menningu sem tekur nokkuð mið af þjóðmenningu landsins. Einkenni íslenskrar þjóðmenningar og fyrirtækjamenningar eru margvísleg en helst er hægt að nefna áhrif stöðugrar baráttu við náttúruna, sem veldur sveigjanleika og bjartsýni, sem og sú tilhneiging Íslendinga að viðhalda jafnvægi í samskiptum sín á milli sem og í þjóðfélaginu. Skammtímahugsun Íslendinga getur haft hamlandi áhrif þegar kemur að útrás til annarra landa
    Lykilorð:
     Þjóðmenning
     Fyrirtækjamenning
     Tengslin á milli þjóðmenningar og fyrirtækjamenningar
     Ísland
     Útrás

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1090


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fyrirtaekjaogthjodmenning.pdf457,41 kBTakmarkaðurÁhrif fyrirtækja- og þjóðmenningar - heildPDF
fyrirtaekjaogthjodmenning_e.pdf146,67 kBOpinnÁhrif fyrirtækja- og þjóðmenningar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
fyrirtaekjaogthjodmenning_h.pdf117,04 kBOpinnÁhrif fyrirtækja- og þjóðmenningar - heimildaskráPDFSkoða/Opna
fyrirtaekjaogthjodmenning_u.pdf87,47 kBOpinnÁhrif fyrirtækja- og þjóðmenningar - útdrátturPDFSkoða/Opna