is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10911

Titill: 
 • Titill er á ensku Users of hospital emergency department who are discharged home
 • Notendur bráðmóttöku sjúkrahúss sem útskrifaðir eru heim
Námsstig: 
 • Doktors
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  The overall aim of the studies was to determine characteristics and prognosis of Emergency Department users, who were discharged home.
  The specific aims were to record the annual number of discharged users of the ED according to age and gender, their annual number of visits and to assess whether a higher frequency of visits predicted higher mortality; to describe the pattern of discharged diagnoses; to evaluate the association of non-causative diagnoses with mortality in general, and in particular with external causes of death, drug intoxication and suicide; to evaluate risk factors for suicide and fatal drug poisoning; to evaluate the association between death within eight days after discharge home from the ED and non-causative discharge diagnoses.
  Material and Methods: The data were records of patients, 18 years and older, who attended the Landspitali ED during the years 1995 to 2001. The main diagnoses were registered according to the International Classification of Diseases (ICD). Annual increase in visits was evaluated in relation to the annual population of Reykjavik capital area using the Poisson regression model and 95% Confidence Interval (CI). The pattern of each diagnosis category during the period was analyzed by calculating chi-squares for the linear trend (Mantel extension). Patients’ vital status was obtained by record linking to Statistics Iceland. The mortality of ED users was compared with the mortality of the general population of Iceland using conventional methods of calculating the standard mortality ratio (SMR) and 95% CI.
  The Hazard ratios (HR) and 95% CI were calculated for all causes and selected causes of death in a time-dependent analysis in which annual visits to the ED were taken into account. Furthermore, the same method was used when comparing groups with different diagnoses at discharge.
  In the case control studies the discharged diagnoses of mental disorders, use of alcohol, drug intoxication, non-causative diagnoses and factors influencing health status were risk factors for suicide and fatal drug poisoning, and were calculated in a multivariate logistic regression analysis. The adjusted Odd ratio (OR) and exact computation of 95% CI were calculated.
  Deaths within 8, 15 and 30 days among individuals with a non-causative diagnosis were compared with deaths among those with a causative diagnosis. HR and 95% CI were computed for all causes of death in a time-dependent analysis.
  Results: Of all visits to the ED in the year 1995, 2,888 or 54.5% resulted in discharge and of all visits in the year 2001, 5,604 or 72.5% resulted in discharge. Discharged patients in total over the study period numbered 19,259 and they made 30,221 visits, with visits by women slightly more frequent than by men. About 84% of users made one visit in a calendar year and 1.5% of users made four or more visits per calendar year. The annual increase of visits to the ED was 7% to 14% depending on the age group, with the highest increase among older men. The most frequent diagnostic category was non-causative diagnoses (R00-R99), accounting for 20% average, and increasing over the period.
  SMR for all causes of death was 1.81 (95% CI, 1.71 to 1.92) for men and 1.93 (95% CI, 1.81.to 2.05) for women. For patients with non-causative diagnoses, SMR for all causes of death was 1.57 (95% CI, 1.39 to 1.77) for men and 1.83 (95% CI, 1.61 to 2.08) for women; furthermore, for those diagnosed with mental disorders, SMR was 3.72 (95% CI, 2.72 to 4.98) for men and 2.45 (95% CI, 1.76 to 3.36) for women.
  The most common causes of death were malignant neoplasm, ischemic heart diseases, cerebrovascular disease, and the category of chronic lower respiratory diseases; by adding the category of external causes, these accounted for over 73% of the overall deaths, a total of 2,105.
  HR for all causes of death was 1.4 (95% CI, 1.2 to 1.5) among patients with two visits in a calendar year and 1.7 (95% CI, 1.4 to 2.0) among those with three or more visits in a calendar year. Comparing those with non-causative diagnoses to those having causative physical diagnoses, the HR for all causes of death was 0.84 (95% CI, 0.76 to 0.93). On the other hand, the HR for the category of external causes was 1.64 (95% CI, 1.07 to 2.52); HR for accidental poisoning was 1.51 (95% CI, 0.56 to 4.08); and the HR for suicide was 2.08 (95% CI, 1.02 to 4.24), all adjusted for age and gender.
  The OR for suicide among cases and controls was 7.84 (95% CI, 1.66 to 37.06) for patients with mental disorders, 96.89 (95% CI, 11.14 to 843) for those with use of alcohol, 24.51 (95% CI, 6.11 to 98.25) for those with drug intoxications and 2.69 (95% CI, 1.04 to 6.95) for those with non-causative diagnoses.
  The OR for fatal drug poisoning among cases and controls was 12.26 (95% CI, 2.10 to 71.76) for patients with use of alcohol, 37.22 (95% CI, 3.57 to 388.29) for those with drug intoxications, 5.76 (95% CI, 1.23 to 26.95), for those with factors influencing health status.
  The HR for non-causative diagnoses was 0.44 (95% CI, 0.20 to 0.96) for death within eight days when compared to causative diagnoses, adjusted for gender and age.
  Conclusion: There was an increase in visits to the ED in relation to the population of the Reykjavik capital area and this increase contributed to an increased burden at the ED. The most frequent diagnoses were non-causative diagnoses. Number of visits predicted higher mortality. The most common causes of death were due to malignant neoplasm, ischemic heart diseases, cerebrovascular diseases, chronic lower respiratory diseases, and external causes. Mortality was higher among ED users than in the general population. Users with non-causative diagnoses had higher mortality due to external causes, accidental poisoning, and suicide.
  Frequent visits to the ED were a strong risk factor for suicide and fatal drug poisoning . The discharged diagnoses of mental disorders, alcohol use, drug intoxication and non-causative diagnoses were independent risk factors for suicide. The discharge diagnoses of alcohol use, drug intoxication and factors influencing health status were independent risk factors for fatal drug poisoning. Health professionals at EDs should be careful when users have a number of discharged visits and they need to be aware that patients who have been discharged home present with new risk factors for suicide and fatal drug poisoning.
  The association of non-causative diagnoses with death within eight days after discharge can be used to evaluate the performance of the ED.
  Keywords: emergency department, diagnoses, mortality, suicide, population based study

 • Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að lýsa einkennum og afdrifum notenda bráðamóttöku, sem voru útskrifaðir heim. Önnur markmið voru að lýsa árlegum fjölda útskrifaðra heim af bráðamóttöku (BM); lýsa mynstri útskriftasjúkdómsgreininga; flokka notendur eftir aldri og kyni, kanna árlegan komufjölda þeirra og hvort hann hafi forspárgildi um dánartíðni; meta tengsl einkenna sjúkdómsgreininga við dánartíðni almennt og sérstaklega vegna dánarmeina af ytri orsökum, lyfjaeitrunum og sjálfsvígum; greina áhættuþætti sjálfsvíga og banvænna lyfjaeitrana; meta tengsl andláts innan átta daga eftir útskrift heim af BM við einkenna sjúkdómsgreiningar.
  Aðferðir: Efniviður var rafrænar skrár sjúklinga 18 ára og eldri, sem komu á BM Landspítala á árunum 1995 til 2001. Aðalsjúkdómsgreiningar voru skráðar samkvæmt Alþjóðlegri tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála. Til að meta árlega aukningu í komum voru þær bornar saman við mannfjölda á Stór- Reykjavíkursvæðinu, gerð var Poisson aðhvarfsgreining og 95% öryggismörk (ÖM) reiknuð. Breytingar á sjúkdómsgreiningum var metin með kí- kvarðaprófi fyrir línulega leitni (Mantel extension). Afdrif sjúklinga voru fengin með samkeyrslu við skrár Hagstofu Íslands. Dánartíðni hópsins var borin saman við dánartíðni þjóðarinnar með hefðbundnum aðferðum við útreikning á stöðluðu dánarhlutfalli (SMR) og 95% ÖM.
  Hættuhlutfall (HR) með 95% ÖM var reiknað fyrir öll dánarmein og valin dánarmein í tímaháðri margþátta aðhvarfsgreiningu að teknu tilliti til hversu oft sjúklingar komu á BM á almanaksári og þegar bornir voru saman hópar sjúklinga með mismunandi sjúkdómsgreiningar við útskrift.
  Í tilfella- viðmiðarannsóknum voru sjálfsvíg og banvænar eitranir athugaðar m.t.t. fimm sjúkdómsgreininga, það er að segja geðraskana, áfengisnotkunar, lyfjaeitrana, einkenna sjúkdómsgreininga og þátta sem hafa áhrif á heilbrigðisástand. Reiknað var margþátta lógístik aðhvarfsgreining með líkindahlutfalli (OR) og 95% ÖM.
  Dánartíðni innan átta daga meðal sjúklinga með einkenna sjúkdómsgreiningu var borin saman við dánartíðni annarra sem leituðu á BM. HR og 95% ÖM var reiknað fyrir öll dánarmein í tímaháðri greiningu.
  Niðurstöður: Komur á BM sem leiddu til útskriftar voru 2.888 árið 1995 eða 54.5% af öllum komum á BM og árið 2001 var fjöldinn 5.604 eða 72.5% af öllum komum.
  Komur sem leiddu til útskriftar voru 30.221 en fjöldi sjúklinga var 19.259 kynjaskipting var u.þ.b. jöfn. Hlutfall sjúklinga sem komu einu sinni á ári voru 84% en 1.5% sjúklinga komu fjórum sinnum eða oftar á ári. Árleg aukning var 7 – 14%, en hæst meðal eldri karla. Algengasta sjúkdómsgreiningin við útskrift eða 20% að meðaltali var einkenna sjúkdómsgreining (R00-R99) og hafði hún aukist yfir tímabilið.
  SMR vegna allra dánarmeina var 1.81 (95% CI, 1.71 til 1.92) hjá körlum og 1.93 (95% CI, 1.81 til 2.05) hjá konum. SMR sjúklinga með einkenna sjúkdómsgreiningu var 1.57 (95% CI, 1.39 til 1.77) hjá körlum og 1.83 (95% CI, 1.61 til 2.08) hjá konum, enn fremur var SMR 3.72 (95% CI, 2.72 til 4.98) hjá körlum með geðraskanir en 2.45 (95% CI, 1.76 til 3.36) hjá konum.
  Algengustu dánarmein voru illkynja æxli, blóðþurrðarhjartasjúkdómar, heilaæðasjúkdómar, langvinnir neðri öndunarfærasjúkdómar og að viðbættum flokknum ytri orsökum og töldust þau vera 73% þeirra 2.105 sem létust á fylgni tíma.
  HR allra dánarmeina var 1.4 (95% CI, 1.2 til 1.5) hjá þeim sem komu tvisvar á almanaksári og 1.7 (95% CI, 1.4 til 2.0) hjá þeim sem komu þrisvar eða oftar á almanaksári.
  Þeir sem fengu einkenna sjúkdómsgreiningu höfðu HR 0.84 (95% CI, 0.76 til 0.93) vegna allra dánarmeina samanborið við þá með líkamlegar sjúkdómsgreiningar. HR vegna ytri orsaka var 1.64 (95% CI, 1.07 til 2.52) og 2.08 (95% CI, 1.02 til 4.24), vegna sjálfsvíga að teknu tilliti til aldurs og kyns.
  Vegna sjálfsvíga hjá þeim sem greindir voru með geðraskanir var OR 7.84 (95% CI, 1.66 til 37.06), 96.89 (95% CI, 11.14 til 843) með áfengisnotkun, 24.51 (95% CI, 6.11 til 98.25) með lyfjaeitranir og 2.69 (95% CI, 1.04 til 6.95) með einkenna sjúkdómsgreiningar.
  Vegna banvænna eitrana var OR 12.26 (95% CI, 2.10 til 71.76) fyrir þá sem greindir voru með áfengisnotkun, 37.22 (95% CI, 3.57 til 388.29) með lyfjaeitranir, 5.76 (95% CI, 1.23 til 26.95), með sjúkdómsgreininguna þættir sem hafa áhrif á heilbrigðisástand.
  Þeir sem voru með einkenna sjúkdómsgreiningu voru með HR 0.44 (95% CI, 0.20 til 0.96) vegna allra dánarmeina innan átta daga þegar þeir voru bornir saman við þá sem fengu aðrar sjúkdómsgreiningar að teknu tilliti til kyns og aldurs.
  Ályktun: Aukning í heimsóknum var umfarm mannfjöldaaukningu á Stór- Reykjavíkursvæðinu, sem leiddi til aukins álags á BM.
  Einkenna sjúkdómsgreining var algengasta útskriftargreiningin. Fjöldi heimsókna hafði forspárgildi fyrir hærri dánartíðni.
  Algengustu dánarmein voru illkynja æxli, blóðþurrðarhjartasjúkdómar, heilaæðasjúkdómar, langvinnir neðri öndunarfærasjúkdómar og ytri orsakir.
  Dánartíðin sjúklinga sem voru með einkenna sjúkdómsgreiningar var hærri en dánartíðni annarra sjúklinga vegna ytri orsaka, óhappaeitrana og sjálfsvíga.
  Endurteknar komur á BM voru sterkir áhættuþættir sjálfsvíga og banvænna eitrana. Sjálfstæðir áhættuþættir sjálfsvíga voru geðraskanir, áfengisnotkun og lyfjaeitrun auk einkenna sjúkdómsgreiningar. Sjálfstæðir áhættuþættir fyrir banvænar eitranir voru áfengisnotkun, lyfjaeitranir og sjúkdómsgreiningin: þættir sem hafa áhrif á heilbrigðisástand. Starfsfólk BM ætti að vera vakandi fyrir sjúklingum sem koma oft á BM og eru útskrifaðir heim auk þeirra sem útskrifaðir eru með hina nýju áhættuþætti sjálfsvíga og banvænna eitrana.
  Tengsl einkenna sjúkdómsgreiningar við andlát innan átta daga eftir útskrift er hægt að nota til að meta skilvirkni BM.
  Lykilorð: Bráðamóttaka, sjúkdómsgreining, dánartíðni, sjálfsvíg, lýðgrunduð rannsókn

Samþykkt: 
 • 6.3.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oddny_doktorsritgerð_59bls.pdf627.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna