is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10912

Titill: 
  • Ólögmætar lögregluaðferðir. Brot gegn 132. gr. hgl.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um ólögmætar aðferðir lögreglumanna samkvæmt 132. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Umfjöllunin mun þannig afmarkast eingöngu við lögreglumenn og þá verknaðarþætti sem falla undir 132. gr. hgl. og leitast verður við að varpa ljósi á þau sjónarmið sem geta komið til skoðunar við mat á refsiábyrgð lögreglumanna samkvæmt ákvæðinu. Dómar verða reifaðir til nánari skýringa þegar við á, en sökum þess hve fáir dómar fjalla beint um þetta efni, verður þó ekki hjá því komist að minnast oftar en einu sinni á nokkra þeirra, þó í mismunandi samhengi.
    Efni og uppbygging ritgerðarinnar mun að mestu taka mið af hefðbundinni refsiréttarlegri umfjöllun um afmarkaðan hóp gerenda, en einnig verður, samhengisins vegna, gerð grein fyrir hinni sérstöku stöðu lögreglunnar sem stjórnvald og þeim réttaráhrifum sem því fylgja. Efnisskipan ritgerðarinnar er í meginatriðum eftirfarandi: Í öðrum kafla verður saga 132. gr. hgl. rædd í stuttu máli. Í þriðja kafla verður fjallað um verndarhagsmuni 132. gr. hgl. og í fjórða kafla verður vikið að lögreglumönnum sem gerendum brota gegn ákvæðinu. Í fimmta kafla verður gerð frekari grein fyrir réttargrundvelli lögreglunnar, hlutverki hennar og aðferðum. Í sjötta kafla verður fjallað um tengsl 132. gr. hgl. við þau ákvæði hgl. sem telja má að mest reyni á er kemur að brotasamsteypu eða sakartæmingu gagnvart 132. gr. hgl. Sjöundi kafli snýst almennt um mat á lögmæti lögregluaðgerða ásamt því að gerð verður grein fyrir öðrum skilyrðum refsiábyrgðar, tengdum verknaðarlýsingu. Þá verður farið yfir verknað í skilningi 132. gr. hgl., fullframningarstig ákvæðisins og tilraun. Í áttunda kafla verða einstaka verknaðarþættir 132. gr. hgl. ræddir, skilgreining þeirra, á hvaða heimildum þeir byggja og aðferðir við framkvæmd þeirra. Í níunda kafla verður vikið að hlutrænum refsileysisástæðum og hvernig skýring þeirra ákvæða skiptir máli við mat á lögmæti lögregluaðgerða. Í tíunda kafla verða lokaorð.

Samþykkt: 
  • 6.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigðurður Ólafsson-lokaeinta.pdf580.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna