is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10915

Titill: 
 • Álagið var gríðarlegt : val foreldra á kennsluaðferð fyrir börn á einhverfurófi í leikskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu foreldra þegar kemur að vali á kennsluaðferð í leikskóla fyrir börn á einhverfurófi. Skoðað var í hverju stuðningur og ráðgjöf við valið var fólgin. Að auki var skoðað hvernig eftirfylgni og ráðgjöf var háttað eftir að kennsluaðferð var valin.
  Við vinnu rannsóknarinnar var notuð eigindleg rannsóknaraðferð þar sem hálf- opnum viðtölum var beitt. Viðtöl voru tekin við níu einstaklinga, foreldra fimm barna sem unnu eftir kennsluaðferðunum Skipulögð kennsla og Atferlisþjálfun, tvo ráðgjafa frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sem veita ráðgjöf vegna beggja aðferðanna og tvo sérkennsluráðgjafa sveitar¬félaga sem veita ráðgjöf úti í leikskólum í sitt hvoru bæjarfélaginu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að til viðbótar við þá erfiðleika sem fylgja því að eiga barn á einhverfurófi, voru aðrir þættir íþyngjandi. Foreldrarnir voru ósáttir við biðtíma á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fannst erfitt að velja kennsluaðferð og hefðu viljað fá meiri ráðgjöf við það val. Foreldrum fannst einnig lítil ráðgjöf vera veitt eftir að búið var að velja kennsluaðferð og byrjað var að vinna með börnunum í leikskólunum. Ráðgjafarnir töldu sig þó veita góða ráðgjöf og gera það sem þeir gætu fyrir foreldra. Niðurstöðurnar benda því til þess að endurskoða þurfi þá ráðgjöf sem foreldrum er veitt þegar börn greinast á einhverfurófi.
  Rannsakandi vonast til að hægt sé að draga lærdóm af þessum niðurstöðum. Að fagfólk, bæði á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og í sveitar¬félögunum geti nýtt sér niðurstöðurnar, séð það misræmi sem gætir í upplifun þeirra og foreldranna til að hægt sé að brúa það bil með einhverjum hætti.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research is to provide insight into the experience of parents, who are faced with choosing a comprehensive treatment model for their children, diagnosed with Autism Spectrum Disorders. Factors taken into consideration during the course of this research are support for families, both before and after deciding on a treatment model and the follow-up process for the chosen method.
  This research is based on a qualitative research method, using half- open interviews. Nine individuals were interviewed, five of them parents of children that used either Applied Behavior Analysis (ABA) or Training and Education of Autistic and other Communication Handicapped Children (TEACCH), two counselors from the State Diagnostic and Counselling Centre (SDCC), who counsel families on both treatment models, and two counselors for children with special needs in preschool in different municipalities.
  The research shows that in addition to the difficulties of having a child with Autism Spectrum Disorder, the parents were dissatisfied with the waiting periods for the State Diagnostic and Counselling Center. They found it difficult to choose between the treatment models with the limited available counseling. The parents also thought the follow-up counseling was severely lacking. The counselors considered themselves offering a fair counsel and suitable guidance for the parents. The conclusion indicates that the counseling that parents get, needs to be reconsidered.

Samþykkt: 
 • 7.3.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Álagið var gríðarlegt Skemman.pdf885.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna