is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10918

Titill: 
  • Er komið til móts við alla nemendur í skólastarfinu? : eigindleg rannsókn um hvernig námi og kennslu nemenda með CP er háttað í almennum bekk í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er sú stefna í menntamálum að í grunnskólum landsins sé unnið eftir hugmyndum um skóla án aðgreiningar. Allir nemendur eiga rétt á að ganga í sinn hverfisskóla og grunnskólarnir eiga að koma til móts við þarfir allra nemenda.
    Rannsóknin var unnin eftir eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru viðtöl við fjóra umsjónarkennara sem eru með nemendur með CP fötlun í umsjónarhópi sínum ásamt einu viðtali við þroskaþjálfa sem starfaði með einum af þessum umsjónarkennurum. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í hvernig nám og kennslu nemenda með CP væri háttað í almennum bekk í grunnskóla. Einnig vildi höfundur kanna hvort stuðlað væri að virkri þátttöku nemendanna í skólastarfinu. Höfundur vonast til þess að þessi ritgerð opni augu þeirra sem lesa um rannsóknina. Einnig vonast hann til þess að rannsóknin geti átt hlutdeild í upplýsingum um þetta málefni. Rannsóknin er aðeins dropi í hafið en ef fleiri fylgi í kjölfarið þá er smám saman hægt fá skýrari heildarsýn á stöðu íslenskra grunnskóla og skóla án aðgreiningar.
    Megin niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að kennarnir í rannsókninni horfa meira á námslega þáttinn og lítið stuðlað að því að efla félagslega stöðu nemenda. Allir kennarar töluðu um að hraðinn á námsyfirferðinni reyndist nemendunum erfiður. Nemendur með hreyfihömlun eru oft lengur að framkvæma hlutina og ná ekki alltaf að ljúka þeim verkefnum sem sett eru fyrir bekkinn. En tækifæri nemenda til að takast á við verkefni eru undir kennaranum komið því þær kennsluaðferðir og skipulag sem hann notar hefur áhrif á vinnuhraða í bekknum.
    Það reyndi á hæfni kennaranna þegar þeir skipulögðu vettvangsferðir. Skóli án aðgreiningar byggist að miklu leyti á þátttöku nemenda þar sem kennarinn gegnir mikilvægu hlutverki með skipulagi sínu og viðhorfum. Samstarf kennara við annað starfsfólk virðist ekki markvisst og kennurunum fannst framkvæmdin um skóla án aðgreiningar ekki ganga upp í öllum tilvikum. Þeim fannst grunnskólinn ekki nægilega í stakk búinn til að geta komið til móts við alla nemendur. Þekking, færni og jákvætt viðhorf kennara er grundvöllur fyrir því að skóli án aðgreiningar geti orðið að veruleika.

  • In Iceland‘s primary school educational directions dominates a policy regarding all students, that schools should never discriminate. In today‘s law is embraced all student‘s rights. Every student is entitled to enter their local primary school and that the school should serve all student‘s needs. The research has qualitative research approach. There were five interviews executed. Four supervisory teachers were interviewed, each one having a student with Cerebral Palsy in their care and one developmental therapist who worked with one of the following supervisory teachers. The reasearch‘s aim was to gain insight into the public class in primary schools that accommodated a student with CP disability and how the studying and teaching methods were performed in the class. Furthermore the author want to investigate if there were enough encouragement to stimulate the student‘s involvement in their education. The main result‘s revealed that the teacher‘s gaze was mainly educational and lacket concern with their social status. All the teachers talked
    about how demanding it is for these children to keep up with the class tempo. The students with physical impairment have more difficulties executing projects and do not meet the given time limits for each project. The student‘s opportunity to tackle a project lies in the teacher‘s involvement because the teachers techniques effects the studying tempo in the class.
    A school without discrimination is mainly based on the students involvement where the teacher‘s method and perspective is highly important. The collaboration between teachers and other school staff appears to be poor. They need to further mend their cooperation and together overcome the obstacles that remain and work amongst improving the social situation for the students with disability. While these limitations have not been reached it is hard to say that the school system in Iceland does not discriminate, even the teachers have come to that conclusion that the primary schools are not ready to meet the children‘s needs that have disabilities.

Samþykkt: 
  • 7.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjorg_Bjarney[1].pdf796.38 kBLokaðurHeildartextiPDF