is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10920

Titill: 
 • Starf og líðan kennara í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kennarastéttin er mikilvæg starfstétt í okkar samfélagi. Það fellur að stórum hluta á hana að fræða, hlúa að og byggja upp komandi kynslóðir. Sífellt eru gerðar meiri kröfur til kennara, frá yfirvöldum og heimilum og umræðan um starf kennara er oft á tíðum neikvæð. Með þessari rannsókn er verið að skoða líðan í starfi hjá framhaldsskólakennurum eins framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu.
  Spurningalisti var lagður fyrir 104 kennara og spurt um störf og líðan þeirra, 62 svöruðu listanum. Þar sem hentugleikaúrtak var valið er tilgangurinn ekki að alhæfa á þýðið heldur skoða niðurstöðurnar með því hugarfari að verið er að meta þennan eina skóla.
  Niðurstöður benda til að ástandið í úrtaksskólanum sé nokkuð gott og almennt líði kennurum þar vel. Þeir umhverfisþættir sem höfðu hvað mesta fylgni við kulnun voru streita, sjálfræði í starfi, skýrleiki hlutverka og samspil vinnu og einkalífs og líkamlegar umkvartanir. Í niðurstöðum annarra rannsókna kemur kulnun fram varðandi nokkra sömu þætti og hér. Trú á eigin getu tengdist sterkast líkamlegum umkvörtunum og sjálfræði.

 • Útdráttur er á ensku

  Teachers are a very important part of our community as they are largely responsible for education, nurturing and development of future genera-tions. Increased demands are made on teachers, both from authorities and students homes/families and teaching as a profession is often discussed in a negative way. This study investigates how teachers in one post-secondary school in the capital area feel in their work.
  A questionnaire was given to 104 teachers, at the same school, about their work and how they feel; 62 responded to the questionnaire. Because accidental or convenience sampling was used, the results of this study will only be used to review the situation at this one school.
  The results indicate that the situation is relatively good in this school and that teachers generally feel good there. The environmental issues most linked to burnout were stress, autonomy in the workplace, clear definition of roles and interaction of work and personal/private life and physical complaints. Other studies indicate that burnout appears under some of the same conditions as here. Self-efficacy beliefs correlated physical complaints and autonomy.

Samþykkt: 
 • 8.3.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starf_og_lidan_kennara_Brynhildur_Magnusdottir.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna