Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10936
Í þessari ritgerð verður farið yfir uppeldislega stöðu barna á fyrri og seinni tímum ásamt réttindum þeirra. Fyrr á árum þótti viðunandi uppeldisaðferð að beita börnum ofbeldi en í dag er það bannað samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það eru mörg börn enn beitt ofbeldi af hálfu foreldra sinna þrátt fyrir kröfu samfélagsins um vænlegri uppeldisskilyrði barna.
Fjallað verður um fjórar birtingarmyndir ofbeldis, þær eru líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi auk vanrækslu. Einnig verður farið nánar út í einkenni og afleiðingar þess að vera beittur heimilisofbeldi og hverjir áhættuþættirnir eru. Tilkynningar til barnaverndarnefndar vegna ofbeldis og vanrækslu gegn börnum eru talsverðar og er gríðarleg þörf á rannsóknum á umfangi heimilisofbeldi hér á landi.
Við berum öll skyldu til þess að tilkynna heimilisofbeldi þó ekki nema grunur leikur á. Ekkert barn á skilið að vera beitt ofbeldi og er það í hlutverki samfélagsins að koma í veg fyrir það. Samfélag og ríkisstjórn þurfa að stuðla að markvissum aðgerðum gegn heimilisofbeldi á börnum og vinna heildrænt á málefnum barna hvað það varðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA - Loka skil.pdf | 222,61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BA-Kápa 160-200gr.pdf | 52,88 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |