is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10937

Titill: 
 • Mikilvægi frístunda : þróun og saga tómstunda- og félagsmála í sveitarfélaginu Vogum frá 1900-2011
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sveitarfélagið Vogar varð til við nafnabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2006, en um aldir hafði sveitarfélagið gengið undir nafninu Vatnsleysustrandarhreppur. Elstu heimildir um Vatnsleysustrandarhrepp eru í landamerkjalögum frá 1270 og má því ljóst vera að hreppurinn er eitt elsta sveitarfélag landsins.
  Staðan á Íslandi er þannig að ekki liggur fyrir nægjanlega góð skilgreining á hugtakinu tómstundir. Víða er orðið notað, bæði í fræðilegu samhengi sem og í dagblaðagreinum og á heimasíðum, en yfirleitt alltaf án þess að skilgreining fylgi. Í orðabókum kemur fram að orðið tómstund hafi merkinguna „frístund, stund eða tími þegar ekki þarf að gegna skyldustörfum.“
  Tómstundir eru mikilvægur þáttur í þroska barna sem hefur áhrif á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska þeirra. Leikur barna eflir sjálfstraust, sjálfsaga og sjálfsvirðingu. Rannsóknir sýna að þegar börn taka þátt í hlutverkaleikjum auka þau hæfileika sína til að skilja aðra og það þroskar þau í að sýna samúð.
  Félagsmiðstöðvar starfa á vettvangi hinnar óformlegu menntunar. Unglingar er sækja félagsmiðstöðvar sem virkir þátttakendur öðlast ýmsa hæfni og færni er kemur þeim að góðu liði á þeirri vegferð sem tilveran er. Félagsleg hæfni, virk þátttaka og lýðræðisleg vinnubrögð eru sennilega þau „fög“ er ungdómurinn nemur helst í starfi félagsmiðstöðvanna. Útkoman er hæfari einstaklingar.
  Upphaf af félagsmiðstöðvastarfi í Sveitarfélaginu Vogum byrjar haustið 1992 í Stóru- Vogaskóla er Finnbogi Kristinsson var beðinn um að sjá um æskulýðsstarf.
  Félagsstarf aldraðra hófst formlega árið 2001, þegar að Lena Rós Matthíasdóttir tók við starfi tómstunda- og forvarnarfulltrúa. Fyrir þann tíma var lítið um félagsstarf aldraðra.
  Ungmennafélagið Þróttur var stofnað árið 1932. Félagið spratt upp í sveitasamfélagi og voru aðstæður til að halda úti félagslífi erfiðar vegna strjálbýlis og lélegra samgangna. Þó var félagsstarfsemi nokkur fyrir stofnun ungmennafélagsins. Ungmennafélagið setti sér háleit markmið við stofnunina og farið er ítarlega yfir þau markmið og skoðað hvernig félaginu tókst að ná þeim.
  Kvenfélagið Fjóla var stofnað 5. júlí 1925. Stofnendur voru 11 konur. Sátu þær í fyrstu stjórn félagsins. Markaði stjórn þessi, stefnu félagsins og hefur þessari stefnu verið reynt að halda í gegnum árin.

Athugasemdir: 
 • Lokaverkefni til BA-prófs
Samþykkt: 
 • 15.3.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_TinnaHallgríms.pdf312.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna