is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10946

Titill: 
  • Nýtt námsefni á unglingastigi : könnun á áhrifum nýrra námsbóka á árangur í stærðfræðinámi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er samanburður á árangri nemenda á unglingastigi grunnskóla sem hafa haft nýju námsbækurnar, Átta-tíu, í samanburði við þá sem hafa notað gömlu náms-bækurnar, Almenn stærðfræði. Verkefnið er eiginleg rannsókn þar sem nokkrum skólum var skipt í hópa eftir því hvort notast var við Átta-tíu, Almenna stærðfræði eða þær báðar við stærðfræðikennslu á unglingastigi og bornar voru saman niðurstöður úr samræmdum prófum útskriftarnemenda 2011 sem voru fengnar frá Námsmatsstofu. Verkefnið er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed-gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það er munur á hópunum þó hann sé ekki gríðarlega mikill. Yfir höfuð koma nemendur í Átta-tíu betur út en nemndur í Almennri stærðfræði. Við að sundurliða prófseinkuninna eftir námsatriðum kemur þó í ljós að í sumum tilfellum kemur Almenn stærðfræði betur út en munurinn þar á er alltaf mun minni en þar sem Átta-tíu kemur betur út en Almenn stærðfræði. Gögnin sem voru nýtt í efni rannsóknarinnar sýna líka óvænta niðurstöðu óháða efni rannsóknarinnar, það að einkunnir í rúmfræði eru að koma mun verr út en í öðrum námsþáttum. Enn er þó komin lítil reynsla á nýja námsefnið í samanburði við það gamla.

Athugasemdir: 
  • Lokaverkefni til B.Ed.-prófs
Samþykkt: 
  • 16.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Halldór.pdf765.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna